Laugadaginn 11.apríl tóku þeir Óðinn og Arnar daginn snemma með það í huga að nýta hin örstutta veðurgluggla sem myndaðist á suðurlandinu fyrr um daginn. Leiðinlegt veðurfar hefur verið síðustu daga og lítið hægt að gera en loksins leit út fyrir smá sól í smá tíma og ætluðum við sko ekki að missa af því.

Við fórum úr bænum um 8 og brunuðum austur í áttina að Eyjafjallajökli. Ákveðið var að fara Seljarvallaleiðina uppá jökulinn og renna sér svo niður. Bílnum var lagt rétt við bæinn og spónuðum við upp með skíðinn á bakinu.

Frábært veður var á jöklinum sól, blíða og logn. Eftir langa inniveru þá var tilfininginn dásamlegt að fá feskt loft og smá sól á kinnina. Færið var frekar hart þegar við komust uppí snjólínu og gekk uppgangan vel þó að hreyfingar skortur og vanstiltir skór gerðu einum okkar lífið erfit.
Spáð hafi verið að skil mundu koma inn uppúr 15:00 svo við höfðum reiknað með að reyna að komast upp fyrir það. Þegar við áttum um klukkustund eftir uppá top þá fór að þykkna upp og ákváðum við því að renna okkur bara strax niður svo við mundum ekki lenda í að renna okkur yfir sprungusvæði í blindu. Skinnin voru tekin af skíðunum og brunuðum við niður með bros á vör þrátt fyrir hart færi með smá ísköflum.

Um leið og við komum niðrí bíl kom veðrið að þunga og blindstormur skall á með snjókomu. Ánægðir eftir góðan dag og góða ákvörðun fórum við heim á leið með bros á vör.

Myndir

Arnar gegur upp
Arnar
Gott að komst út
Horft til toppsins
Nice
Arnar gengur upp
Upp
Farið að rífa í
Smá hvíld
Tilbúinn fyrir niðurleiðina
Arnar
Hart færi
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Komnir niður og byrjaðir að labba til baka
Óðinn
Sumir fá ekki nóg af því að renna sér