Fyrir nokkrum vikum síðan þá fóru Arnar, Bjartmar og Óðinn í sitt hvora ferðina á Botnsúlur. Annars vegar á Vestursúlu frá Botnsdal og hinsvegar Syðstusúlu frá Þingvöllum.

Dagurinn var tekinn snemma og planið var að fara í ísklifur. Einstaklega gott veður var þennan daginn og renndum við þrír í Hvalfjörðinn með það að markmiði að fara að klifra Rísanda eða Stíganda í Múlafjalli. Þegar þangað var komið voru græjurnar teknar út en skyndilega heyrðist blótsyrði úr Arnari en hann hafði aulast til að gleyma broddunum sínum heima og þar af leiðandi ísklifur út úr myndinni. Sem betur fer höfðum við léttu vængina okkar með okkur og ákváðum að reyna að fljúga af Botnsúlum í staðinn sem reyndist hin besta ákvörðun. Eftir nokkuð langt labb frá Botnsdal komum við upp undir tind Vestursúlu en þar sem hæg austan átt var ríkjandi þá fórum við ekki alla leiðina upp þar sem við vissum að við þurftum að taka upp hlé meginn í fjallinnu.
Eftir smá flækjuvesen og blótsyrði á íshrönglinu sem kræktist í línunum náðu allir þrír á loft og náðu flottu flugi. Óðinn flaug inn Brynjudal, meðan Arnar og Bjartmar flugu inn í Botnsdal og náði Arnar alla leið á bílastæðið hæst ánægður með að sleppa við niðurganginn.

Helgina eftir var svo stefnan sett á Syðstusúlu. Eftir smá bíla vesen í byrjun dags gekk bílferðin vel enda færðin með eindæmum góð og náðum við að keyra langleiðina upp undir fjallið þar sem við lögðum bílnum og skunduðum upp brekkuna uppá topp. Þar uppi sáum við að austan-áttin sem við vorum að búast við var í raun norðan-átt og reyndust aftökusvæðin á toppnum vera meira til suðurs en við vorum að búast við. Stefnan var því tekin á að reyna við erfit flugtak til norðurs en við hættum við þegar vindurinn datt niður og ákváðum við því að reyna flugtak til suð-austurs. Bjartmar og Óðinn komust klakklaust í loftið en Arnar var ekki eins heppinn. Í flugtaki krækti hann línurnar í íshrönglinu sem var búið að vera gera lífið okkar erfitt og náði því vængnum ekki almennilega á loft og þurfti hann því að hætta við flugtak sem endaði með smá biltum og því að vængurinn fór utan um ísaða steina og rifa kom á vænginn. Þar með var bara eitt í stöðunni fyrir Arnar en það var að taka á sig niðurganginn og seinna meir senda vænginn út til Bretlands til viðgerðar.
En allt í allt var þetta hinn fínasti dagur.

Myndir

Gengið af stað úr Botnsdal
Arnar og Bjartmar
Arnar
Feska loftið fer mis vel í menn
Arnar gengur upp
Upp upp
Múlafjalls tungan
Nice
Arnar og Bjartmar
Fallegt
Bjartmar að leita af aftökustað
Arnar með Hvalfjörð í bakgrunni
Bjartmar
Bjartmar gerir sig kláran
.. Arnar líka
Óðinn tekur á loft
Hlaupa hlaupa!
Óðinn
Útsýnið
Arnar er smár miðað við fjallið
When in doubt "Strike a pose"
Bjarmar gengur upp Syðstusúlu
Spáð í spilinn
Geggjað veður
Arnar
Útsýnið til Þingvalla
Arnar
Komnir upp
Gegnið með top hryggnum
Matarpása
Fallegt
Bjartmar
Arnar reynir að taka á loft
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Lentur við aðalveginn