Þetta árið var farið á jóladag og er það í fyrsta skipti sem sá dagur var valinn. Að þessu sinni vorum við 5 saman sem er met þátttaka í þessum árlegu jólaferðum Gumma þarna upp. Auk hans voru Arnar, Bjartmar, Magnús Stefán og Óðinn.
Spáin var ótrúlega góð og svo góð að Addi, Óðinn og Bjartmar tóku léttu vængina sína með, enda allir góðir frídagar nýttir til að ná sér í flug og safna reynslu í þessum hluta sportsins. Hefðin var því hálf brotin með að fara alltaf í vondu veðri, en það getur líka verið gaman að fara á Skessuhorn í blíðviðri á jólunum.

Ferðin var ótrúlega góð í alla staði og þægileg, smá vindur kom í átt að okkur frá fjallinu sem bjó til talsverðar efasemdir í flugfélögunum, en hann kom og fór dáldið og var aldrei mjög sterkur.
Prílið upp hrygginn sjálfan var líka þægilegt og var mikið af blómkálskenndri ísingu á öllum klettum á leiðinni sem molnaði við minnsta högg en undir því var yfirleitt mjög góður þunnur ís og mosi til að klifra á. Svo þægilegt var þetta að engin lína var notuð, þó hún hafi reyndar verið með í för.

Á toppnum var smá strekkingur og því var stoppað stutt við, einn bjór drukkinn, high-five og svo var haldið niður á við.
Þegar neðar á hrygginn og aðeins niður í hlíðina var komið fannst ekki fyrir neinum vind og ákváðu þá fuglarnir að taka á loft á ekkert sérstaklega góðum aftökustað, leiðinda snjóbrekku sem hélt manni ekki alveg, en ágætlega brattri. Þar fóru Arnar, Bjartmar og Óðinn í loftið með smá hjálp frá Gumma og Magga sem þurfti að halda uppi vængjunum þar sem enginn vindur var.
Flugið gekk vel og lentu þeir á víð og dreif um aðkomuleiðina undir Skessuhorninu sjálfu. Arnar náði lengst, en ekki alveg að bílnum.

Þá voru Gummi og Maggi eftir og héldu af stað niður brekkuna. Talsvert var af snjó þarna skjólmegin, vestan megin í Horninu sem tafði okkur aðeins eins og vaninn er þarna á þessum árstíma. Rúmum tveimur klukkutímum síðar komu þeir svo niður í heitan bíl, en Addi sem lenti rétt hjá bílnum hafði þá beðið í rúma tvo klukkutíma.
Eftir þetta gat Gummi ekki gert annað en að panta sér svona léttann alpine væng og bíður hann spenntur eftir að fá hann til að geta farið að stunda þetta líka.

Myndir

Á leið að Skessuhorni
Skessuhorn
Skessuhorn
Skessuhorn
Skessuhorn
Skessuhorn
Að komast undir Skessuhorn
Maggi
Skorradalur og Skorradalsvatn
Gummi
Fullt af blómkáli á klettunum
Af hryggnum sést glitta í Heiðarhorn
Af hryggnum
Óðinn
Af hryggnum
Sólópríl
Bjartmar
Heiðarhorn
Bjartmar
Gummi og Bjartmar
Gummi
Toppamynd, allir nema Óðinn
Takeoff var aðeins fyrir neðan hæðina vegna vinds
Skarðshorn og Heiðarhorn
Tengihryggurinn milli Skessuhorns og Skarðsheiðar
Aftaka á Skessuhorni
Úr loftinu
Úr loftinu
Flogið fram hjá Norðurveggnum