Eftir margra ára tilraun þá heppnaðist það loksins að ísklifur festival væri haldi að nýju í Kaldakinn en þar var það haldið síðast árið 2007 þar sem Gummi og Arnar voru viðstaddir. Níu árum seinna þá var vetur konungur okkur loksins hliðhollur þar sem Kinnin var í glimrandi aðstæðum og allt stefndi í gott mót. Nokkuð var um erlenda klifrara á svæðinu en þó ber helst að nefna Albert Leichtfried sem var einnig á sama stað árið 2007 og hafði hann nú í för með sér Benedikt Purner. Arnar, Bjartmar, Gummi og Óðinn voru skráðir til leiks en einungis Arnar og Óðinn gátu mætt.

Lagt var af stað eftir vinnu á fimmtudeginum og komið seint um kvöldið að Björgum í Útkinn þar sem við gistum yfir helgina. Eftir smá spjall og "night-cap" með þeim sem mætir voru var gengið til svefns. Dagurinn var ekkert tekinn of snemma þar sem stutt er í klifrið og fóru menn því á fætur á kristilegum tíma og gengu til morgunverðar hjá fjölskyldunni að Björgum sem buðu okkur í flottan morgunmat í heimahúsi þeirra. Eftir gott spjall með fullan maga var haldið út í leit af ís til að klifra. Af nógu var að taka en leiðirnar í Kininni eru ansi stórar. Enduðum við í sjávarhömrunum þar sem við ákáðum að taka smá klifur og sjá svo til. Óðinn tók að sér að taka fyrstu leiðslu sem endaði ekki vel, kominn upp einhverja 8 metra, þá poppar önnur ísöxinn út þegar Óðinn er að setja inn skrúfu 2 og við það fellur hann niður og lendir á jörðinni. Honum til happs náði línan aðeins að grípa í og snjórinn undir var mjúkur og tók við fallinu. Þó fékk hann hnéð í hökuna á sér og við það opnaðist skurður sem blæddi vel úr. Neyddist hann því til að fara í bíltúr til Húsavíkur og láta sauma fyrir meðan Arnar varð eftir þar sem hann tók að sér að kenna nokkrum nýjum strákum handtökin í ísklifri.

Daginn eftir var takmarkið að klifra eitthvað aðeins stærra og varð leiðin Íssól í Rennunum fyrir valinu en það er 180m WI-4 leið. Eftir stutta aðkomu í nokkuð miklum snjó tók Arnar fyrstu spönn sem reyndist vera eina alvöru klifrið í leiðinni en eftir það tók við alpafílingur í bröttum snjó með littlum höftum inná milli alla leið upp sem reyndist ágætist skemmtun þó létt hafi verið. Sigið var svo niður og Óðinn fór í smá ljósmynda labb meðan Arnar kíkti á stemmninguna niðri við sjóinn. Á leiðinni til baka var kíkt við í samkomutjaldinu og fengið sér súpu og kakó meðan spjallað var við aðra ísklifrara. Eftir það var ferðinni haldið til baka í kvöldmatinn sem reyndist hin glæsilegasti. Ábúendur á Björgum buðu uppá bjór og músík yfir matnum sem mannskapurinn tók einstaklega vel í auk þess sem Albert Leichtfried sýndi myndir frá ævintýrum sínum.

Eitthver ævintýrapúki gerði svo vart við sig í Arnari og Óðni daginn eftir. Ásbyrgi var ekkert svo langt í burtu og vissu þeir að fossinn innst inni gæti vel verið frosinn og vissu þeir að annað tækifæri mundi sennilega ekki gefast. Ákveðið var að taka áhættuna og bruna niður í Ásbyrgi. Töluverður snjór reyndist vera þar en eftir að hafa fest bílinn og mokað hann svo aftur upp var ekkert annað í stöðunni en að ganga inn að fossinum í botni Ásbyrgis. Eftir rúmt klukkutíma puð í snjónum og skóginum kom í ljós að fossin var ekki fær fyrir okkur. Hann var langt frá því að ná saman og var of langt á milli kertanna og bergið bert á milli sem þýddi að ekki væri hægt að tryggja þar á milli án þess að setja bolta í vegginn svo ekkert varð úr klifri þann daginn. Ágætist sárabót reyndist þó nátúrufegurðin og kyrrðin í Ásbyrgi á þessum fallega degi og eftir að hafa tekið dýrðina vel inn þá var gengið til baka og farið í sund á Húsavík áður en bílferðin langa heim hófst aftur.

Myndir

Arnar sækir exirnar hans Óðinns
Arnar
Freysi klifrar Glassúr í sjávarhömrunum
Arnar Þór í Synir hafsins
Arnar Þór
Social stemmari í sjávarhömrunum
Freysi
Svisslendingarnir í Blárdagur og Öfund
Öfund WI5
Albert krúsar upp Stekkjastaur
Albert
Arnar í brekkunni undir Rennunum
Arnar í fyrsta haftinu í Ísól
Óðinn eltir
Óðinn
Arnar kemur upp spönn 2
Arnar
Mikill snjór og stór renna
Óðinn kemur upp síðustu spönn
Flott utsýni
Arnar sígur niður Ísól
Ekkert er lítið í Köldukinn
Hörku social stemmning í sjávarhömrunum
5 manns á topnum á Drífu WI5 (P4)
Svisslendingarnir að síga niður
Jökulsárlóns stemmning við lónið
Geggjað veður og spegilslétt lónið
Sjávarhamrarnir
Spegill
Arnar horfir upp í klettana
Margmenni undir sjávarklettunum
Fimm-meningarnir á leið niður Drífu
Kjötsúpa og kakó í samkomutjaldinu
Kaldakinn
Heimamenn buðu uppá tónlist yfir matnum
Ásbyrgi
Arnar veður snjóinn
Arnar
Óðinn
Fallegt
Komnir inní skóginn
Mikill snjór hægði för
Fossinn innst inní Ásbyrgi
Þarna þarf bolta
Ásbyrgi
Ásbyrgi
Ásbyrgi
Hjá Húsavík
Kaldakinn