Áfram hélt þema ársins sem að þessu sinni er langflug að vera hæst ráðandi og þó farið var að styttast í sumar lok þá náðust nokkrir flottir flugdagar.

Einn þeirra daga var þegar góður hópur mann safnaðist á Langholtsfjalli eina helgina og freistaðist til að ná að fljúga langt. Aðstæður voru nokkuð veikar í fjallinu til að byrja með en eftir smá baráttu og misvel heppnaðar lendingar náðu nokkrir að grípa bólu sem tók þá í flotta hæð og þaðan var stefnan sett á Vörðufell sem er nokkrum kílómetrum vestar, flestir náðu að fljúga þangað en ekki mikið lengra. Næst var farið á Laugavatn og reynt að finna meira flug sem gekk þó ekki að þessu sinni.

Gummi hefur verið meira og minna fastur í skóla og vinnu og hefur því ekki mikið komist á loft með okkur en náði þó fínu hangi í Herdísavík ásamt Arnari.

Nokkrum dögum síðar fór Arnar og Bjartmar í Ingólfsfjall þar sem þeir náðu frábæru hangi á milli fallegra skýja bólstra. Bjartmar reyndi við að fljúga til Hveragerðis en náði þó ekki lengra en að Ingólfsskála þar sem staðahaldari var við sláttur. Óðinn kom eitthvað seinna en misti af vindinum. Þegar Arnar og Óðinn komu að sækja Bjartmar þá opnaði bóndinn fyrir okkur skálan og bauð okkur bjór á kostar kjörum og meðan við allir súpuðum á lendingar bjórnum fræddi bóndinn okkur aðeins um staðinn sem er í alla staði glæsilegur.

Síðasti thermal flug dagur ársins var svo í Skálafelli. Mætti þar flottur hópur flugmanna og náðu tveimur frábærum flugum á þessu stórbrotna svæði sem verður pottþétt endurtekið í vor.

Myndir

Spáð í skýin við Langholtsfjall
Jón gerir sig tilbúin
Þorri
Bjartmar
Þorri tekur á loft
Halldór
Halldór
Bjartmar og Eyjólfur
Halldór
Bjartmar
Loksins bóla
You spin me right round baby ...
Gummi í Herdísavík
Gummi
Mjúk lending
Agnar við Skálafell
Óli flýgur við Móskarshnjúka
Óli
Komnir að Kistufelli
Hanns að nálgast skýinn
Hanns hátt yfir Stardal
Arnar eltir
Arnar líka hátt yfir Stardal
Bjartmar flýgur yfir námunni í Ingólfsfjalli
Bjartmar
Bjartmar
Óðinn tekur á loft
Ingólfsskáli