Addi og Gummi ákváðu að fara í einhverja ferð þessa aðra helgina í júlí. Nokkrir möguleikar voru í sigtinu, klettaklifur, svifvængjaflug, fjallganga eða fjallaskíði. Eftir að hafa séð myndir frá Bjartmari og Halldóri sem voru í Kerlingafjöllum að bíða flugfæris var ljóst að gott skíðafæri var þar ásamt hugsanlegu flugveðri.

Við ákváðum að brenna bara í Kerlingafjöll og gera gott úr þessu, hitta strákana, og tókum með okkur skíðadót, flugdót og klifurdót svo við værum klárir í mestallt sem okkur dytti í hug.
Lentum á tjaldstæðinu í Kerlingafjöllum um klukkan hálf eitt á laugardagskvöld og fundum strákana. Á laugardeginum komu svo Óðinn og Ingvar með vængina sína til að reyna að fljúga þó Óðinn hafi tekið skíðin einnig með. Vindurinn og hitauppsteymið var of sterkt fyrir flug um morguninn svo lítið varð úr flugdeginum en við Addi tókum strax á það ráð að skella okkur bara upp í fjöllin að skíða meðan hinir biðu færis með vængina.

Við enda vegarins við gamlan skíðaskála hittum við tvo hressa kalla sem voru einnig í fjallaskíðaferð. Þeir voru að bíða eftir að skýjin lyftu sér líkt og við en við litum sértaklega upp til þeirra og stefnum líka á að vera enn að fara í svona ferðir þegar við erum komnir á áttræðisaldur! Ekki var leiðinlegt að hlusta á sögurnar en annar þeirra var sá fyrsti til að skíða niður suðurlínuna í Loðmundi.
Skyndilega lyftust skýin og útsýnið opnaðist á fjöllin. Þá vorum við allir fljótir að stökkva til og græja okkur af stað. Gangan upp í skarðið sunnan við Snækoll er þægileg, ekki of löng og fínn halli fyrir skinnin að fara upp. Efst í brekkunni var mýkra færi og aðeins brattara svo meiri fyrirhöfn þurfti til að fara þar upp, annaðhvort að sikksakka meira eða bara bera skíðin á bakinu.

Þegar við komum upp í skarð blasti við enn eitt háhitsvæðið austan við fjöllin. Þetta var spennandi kostur og sat aðeins í okkur eftir daginn, en við héldum upp hrygginn og kláruðum Snækoll, ~1480m og hæsti tindurinn á svæðinu. Af Snækolli sáum við helstu jökla landsins, utan Snæfellsjökuls og Drangajökuls. Við skíðuðum svo niður að bíl í rólegheitunum og nutum útsýnisins á leiðinni.

Sáttir eftir daginn fórum við að hitta strákana og grilla, en þá hafði Bjartmar fengið í magann og lág algjörlega fyrir. Dagurinn hafði ekki gengið í fluginu vegna of mikils vinds. Óðinn og Ingvar fóru svo í bæinn til að mæta í vinnu á mánudeginum en við Addi ákváðum að vera lengur og fara aftur að skíða, og nú að fara niður í háhitasvæðið austan fjallana og fá því tvær brekkur úr deginum.
Um kvöldið fórum við í pottinn og hittum skemmtilega ferðamenn, sögðum sögur og fengum okkur smá bjór fyrir svefninn.

Morguninn eftir fengum við okkur smá morgunverð og héldum svo upp í fjöllin í rólegheitunum. Þennan dag var Bjartmar orðinn góður en Halldór lagstur í sömu magakveisu svo ekki varð úr flugi hjá þeim heldur þann daginn.
Við Addi fórum aftur upp í skarðið hjá Snækolli og skíðuðum svo niður í háhitasvæðið austan fjallana og stoppuðum í smá stund. Frábært skíðafæri og gaman að koma á nýjan stað þar sem Gummi hafði áður séð þetta svæði en aldrei komið þangað.

Eftir smá stopp og myndatökur héldum við aftur upp í skarð og skíðuðum svo aftur niður hinumegin og niður í bíl. Flott að fá tvær brekkur svona í sama skreppinu, en við héldum svo niður í fjöll að hitta strákana og taka stöðuna.
Á leiðinni stoppuðum við og töltum upp á Ásgarðsfjall með vængina til að skoða flugaðstæður með það fyrir huga að fljúga niður á tjaldsvæði. Gummi fór í loftið og flaug niður, en Addi ákvað að taka bílinn niður og geyma flug þennan daginn.
Það voru ágætis flugaðstæður og virkt uppsteymi sem hægt hefði verið að fylgja, en vindáttin var úr norðaustan svo erfitt hefði verið að láta sækja sig í þá átt, færi maður undan vindi eitthvað áleiðis svo að hæðin var brennd og lent við tjaldstæðið.
Halldór var enn slappur og Addi og Gummi ákváðu að renna í bæinn. Stoppuðum í burger á Búllunni á Selfossi og var gott að fá einn góðan eftir helgina.

Myndir

Fjölsótta háhitasvæðið
Andlit í snjónum
Gummi að skinna
Gummi
Gummi að koma í skarðið
Gummi
Horft til austurs af fjöllunum. Einnig sést í háhitasvæðið
Addi klárar lokakaflann
Gummi á Snækolli
Addi á Snækolli
Addi á Snækolli
Addi á Snækolli
Addi á Snækolli
Gummi að skíða, Snækollur í baksýn
Gummi
Komnir niður eftir fyrsta daginn.
Fórum aftur á háhitasvæðið
Flottur staður
Ljós og skuggar
Tröppur
Brúin
Hér erum við svo komnir niður í eystra hverasvæðið.
Gummi að koma upp úr hverasvæðinu.
Gummi
Magnaður staður
Virðist vera íshellir þarna
Skinnað upp
Þarna sést glitta í Vatnajökul í austri.
Alveg að komast upp í skarð til að skíða niður hinumegin.
Fjöllin frá Kjalvegi
Burger á Selfossi
Góður texti þarna við kaffivélina
Aukamynd úr fjöllunum.