Það var komið að níundu jólunum síðan Gummi beit það í sig að fara alltaf á jólunum upp norðausturhrygg Skessuhorns í Skarðsheiðinni.
Margir félagarnir eru orðnir hálf þreyttir á þessum tíðu ferðum og langar að fara eitthvað annað. Það er í góðu lagi að fara annað, en það þarf samt að fara þessa ferð yfir jólin vellur ávallt upp úr Gumma.

Ýmsir hafa komið með í þessar ferðir eins og lesa má um í eldri greinum en síðustu 3 sipti hefur verið flogið niður af fjallinu og síðustu 2 skipti af toppnum.
Að þessu skipti var það Bjartmar sem kom með, en þetta er í annað skipti sem hann kemur með í þessa ferð, en hann kom einnig jólin 2015-16 og flaug þá úr miðri skálinni á leiðinni niður.

Við lögðum nokkuð snemma af stað úr bænum eða um kl. 7:30 sem er óvenju snemmt á þessum árstíma þar sem það er myrkur framundir hádegi. Hinsvegar var veðurspáin þannig að mestar líkur voru á flugi um hádegi svo við vildum eiga sem mestan möguleika á að ná því - einnig sem að Gummi hélt síðan áfram á norðurland eftir ferðina þar sem hann eyddi áramótunum.

Mikið harðfenni var á heiðinni fyrir ofan bæinn Horn sem varð til þess að við vorum mjög fljótir að nálgast fjallið sjálft. Þegar sólin fór að láta vita af sér vorum við komnir vel á veg með höfuðljósin að vopni.
Þar sem við vorum með vængina og vildum vera helst til léttir slepptum við alveg línum og klifurbeltum/tryggingadóti og vorum bara með klifur- og nauðsynlegan öryggisbúnað. Við mælum þó ekki með því nema fyrir þá sem þekkja vel til aðstæðna þarna og eru öryggir í framdrifinu.

Gummi að leggja af stað niður

Við náðum toppnum í hádeginu eins og áætlun sagði til og var þessi fíni vindur (um 5m/s) sem kom frá Skarðsheiðinni sjálfri og því suðlæg átt (ssv). Það þýddi að við urðum að taka á loft í suður og taka svo sveig fram hjá Norðurveggnum áleiðis niður að bíl og þá þurftum við að brenna hæð með speed-bar, sveigum og wing-overs til að fara ekki langt fram hjá honum.
Þetta tókst alveg prýðilega, og vorum við komnir í Bornarnes um kl. 14 og þegar enn var innan við klukkustund frá því að við stóðum á tindi Skessuhorns virtum við hann fyrir okkur frá Borgarnesi.

Myndir

Skessuhornið blasir við af leiðinni upp.
Hér erum við undir þrepinu upp á öxlina undir hryggnum
Bjartmar á leið upp
Bjartmar
Gummi og Bjartmar í hryggnum
Drýlin sem standa upp úr hryggnum
Bjartmar
Gummi
Bjartmar
Bjartmar
Bjartmar
Gummi
Gummi
Skessuhorn sé ofanfrá
Bjartmar að græja vænginn
Strekkja línur og undirbúa flugtak
Aðeins að lyfta vængnum og fá fílingin
Tilbúinn í flugtak
Gummi kominn í loftið, það sést í Bjartmar á toppnum
Farið að glitta almennilega í NV vegginn
Hér sést veggurinn vel, í miðjunni er Rifið og austur- og vesturgróf sitthvoru megin
Annað sjónarhorn
Lappirnar á Gumma
Skessuhorn, mynd tekin úr fluginu niður
Önnur fótamynd
Loftmynd yfir veginum
Bjartmar að brenna hæð á leiðinni niður
Bjartmar
Lending
Bjartmar lentur