Þar sem ísklifurfestivalið er á næsta leiti var komið að því að rifja upp hvernig nota skal ísaxir í lóðréttum ís. Fáar leiðir eru eins klassískar og þægilegar í slík verkefni en einmitt Rísandi og Stígandi, en þegar við komum undir Múlafjallið sáum við að þær voru báðar í fínum aðstæðum en við ákváðum að velja Rísanda að þessu sinni.
Það voru Addi, Gummi og Magnús Stefán sem fóru í ísbíltúr að þessu sinni. Klifrið var bara fínt og vorum við bara passlega ryðgaðir eftir góða klifurpásu. Vonumst til að komast í gírinn á ísklifurfestivalinu í febrúar. Í síðustu spönninni var farið beint upp vinstra megin við íshafið upp sprungu sem var með smá ís í og endar í smá klettafjöri, mælum með því.

Þar sem Gummi tók stóru myndavélina með sér að þá voru teknar þónokkrar myndir, en kannski fáar af honum fyrir vikið.

Myndir

Aðkoman góða
Gummi að klára fyrstu
Arnar í annari
Arnar
Arnar
Magnús á klifurvaktinni
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Gummi í síðustu spönn
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Magnús
Komnir upp
Gummi