Eftir nokkura ára fjarveru frá ísklifri vegna skóla gat Gummi loksins komið á festival. Arnar ætlaði að koma með honum þar sem Bjartmar og Óðinn eru erlendis að fljúga en komst svo ekki þegar stutt var í festival.
Gummi ákvað samt að skella sér og keyrði á fimmtudeginum austur í Breiðdal til að taka loksins þátt aftur, þrátt fyrir að vera ekki búinn að finna klifurfélaga.

Á föstudeginum var haugarigning sem varð til þess að Gummi tók bara vinnudag og græjaði nokkra hluti fyrir austan en á Laugardeginum var alveg frábært veður og allir fóru út að klifra.
Ásgeir og Halldór tóku Gumma að sér á síðustu stundu og eiga þeir heiður skilin fyrir það! Við byrjuðum á að skoða eitt svæði við skriðurnar á leið til Stöðvarfjarðar, en vegna hita og ástand íss var ákveðið að fara inn að Breiðdalsheiði og taka nokkrar nýjar línur þar sem voru í góðum aðstæðum.

Það voru 3 teymi sem fóru í Rauðahrygg við Breiðdalsheiði og voru samtals klifraðar 5 leiðir þar. Björgvin, Rúna og Skarphéðinn tóku eina langa fjölspanna leið sem þeir kölluðu Beljandi. Ævar og Eysteinn tóku Billy hilluna sem er ein af fjórum leiðum sem liggja samsíða. Ásgeir, Gummi og Halldór lögðum svo í hinar þrjár af þessum fjórum.

Halldór byrjaði á að klifra okkar fyrstu leið, Hvítserk (WI4-, 60m), Þá tók Ásgeir Spaða (WI4, 70m) og í lokin tók Gummi aukaleiðina lengst til vinstri (Slött, WI3, 40m) rétt áður en myrkur skall á. Reyndar stökk Ásgeir í aukamission meðan Gummi klifraði Slött svo að Ævar hljóp í skarðið með Halldóri.

Dagurinn var góður í alla staði og kláruðust 5 leiðir á svæðinu þennan dag. Bestu þakkir fara til Ásgeirs og Halldórs fyrir að bjarga Gumma frá einsemdinni!

Myndir

Skriðurnar rétt norðan af Breiðdalsvík. Hættum við vegna laus íss
Ævar varð að prófa að vera túristi á miðjum veginum
Leiðirnar sem við fórum í eru vinstra megin í dökkla klettinum hægra megin á myndinni
Skarphéðinn og Ævar
Eysteinn
Halldór
Rúna
Skarphéðinn og Björgvin
Halldór á leiðinni að klifurleiðunum
Þessar voru allar klifraðar. Slöttur, Billy-hillan, Hvítserkur og Spaði
Þessar hefðu orðið næstar
Ævar og Eysteinn koma upp í leiðirnar
Ásgeir
Ævar
Halldór að græja sig af stað í fyrstu leið dagsins
Halldór í Hvítserk
Ævar og Halldór klifra
Ævar og Halldór
Eysteinn tryggir Ævar
Ævar og Halldór
Gummi og Ásgeir í Hvítserk
Ásgeir klifrar
Ásgeir sígur niður
Ásgeir að undirbúa næstu leið
Halldór tryggir Ásgeir
Ásgeir
Ásgeir í Spaða
Fínar leiðir
Ásgeir
Eysteinn og Ævar
Leiðirnar
Ásgeir í miðri leið
Björgvin, Rúna og Skarphéðinn í Beljandi, austan við okkur
Ævar
Ævar og Ásgeir í felulitunum
Eysteinn og Ævar, Slöttur er vinstra megin
Ásgeir
Báðir að klára
Halldór og Gummi tilbúnir að elta Ásgeir
Halldór sígur niður
Halldór tekur út skrúfu
Stórskemmtileg leið
Halldór virðir framhaldið fyrir sér
Og höggva meiri ís
Ásgeir sígur niður
Gummi klifrar Slött, takk fyrir myndina Eysteinn!
Beljandi, Slöttur, Billy hillan, Hvítserkur og Spaði
Ljúffeng kjötsúpa eftir góðan klifurdag