Síðan Gummi fór upp Gígjökul, yfir Eyjafjallajökul hér um árið höfum við haft svipaða ferð í gerjun á bak við eyrun í nokkurn tíma. Nú þegar góð spá var fyrir jökulinn ákváðum við að freista gæfunnar og hugmyndin var að fara yfir jökulinn og fljúga svo niður hinu megin.

Þar sem Gígjökull nær ekki lengur niður var ákveðið að prófa næsta jökul, eða Steinsholtsjökul. Sá er ekki eins áberandi frá veginum og er „aðeins“ austar eða nær Básum.

Bæði það að við vorum seinir á ferðinni og að gangan inn að Steinsholtsjökli tók mun lengri tíma en við höfðum reiknað með var farið að skyggja þegar við vorum komnir upp úr jökulfallinu sjálfu og inn á sprungusvæðið fyrir ofan ísfallið.
Þar komum við inn í talsvert sprungusvæði og þá kom það sér vel að vera með dróna meðferðis og setja hann í loftið til að sjá nærumhverfið og reynt að sjá leið út úr svæðinu. Það tókst, en þar sem það var farið að rökkva ákváðum við að ekki skildi haldið lengra að sinni, heldur var farið niður í bíl og verkefnið sett í salt.

Niðurferðin var áhugaverð, enda búnir að ganga í þónokkra klukkutíma með vindinn koma á móti okkur niður jökulinn. En þar sem við fundum leiðina af jöklinum fundum við líka aftökustað á háum hól sem stóð út úr fjallinu þar sem við gátum tekið í loft í átt að fjallinu, og beygt svo frá því niður í áttina að bílnum.
Þetta var einstaklega áhugaverð aðferð sem var gott að uppgötva þar sem um þann tíma sem við vorum allir lentir og búnir að pakka skall á mikið myrkur en við komnir í hálftíma göngufæri við bílinn.

Myndir

Gangan hefst við minni Steinsholtsdals.
Gengið
Steinsholtsdalur
Áin rennur meðfram gömlum jökulruðningum
Meðfram ánni
Arnar
Vaðið yfir ána
Farnir að sjá í jökulinn
Gummi virðir jökulinn fyrir sér
Uppleiðin ákveðin
Smá brölt og sig niður að jöklinum
Komnir upp í jökul
Arnar, Tindfjöll í baksýn
Hér sést í rennu niður jökulinn. Þarna sáum við íshrun þegar við nálguðumst
Smá hópamynd, en þó vantar Óðinn
Bjartmar og Arnar bíða eftir að Gummi klári
Klifrað
Gummi
Horft til baka niður jökulinn
Óðinn
Óðinn
Arnar og Bjartmar
Bjartmar
Bjartmar
Óðinn
Arnar
Komnir úr brattanum
Óðinn
Bjartmar, Arnar og loks Gummi
Gummi
Bjartmar
Arnar og Óðinn
Arnar
Gummi
Gummi
Gott að geta tekið loftmynd til að sjá framhaldið
Bjartmar
Bjartmar að finna aftökustað
Staðurinn fundinn
Tindfjöll
Óðinn að verða klár
Arnar að koma niður
Gummi
Gummi
Gummi