Gummi og Addi skruppu í helli rétt hjá Bláa lóninu á sunnudaginn. Þessi hellir er rétt við vegin, maður leggur á svona smá vegakanti og gengur aðeins útfyrir veginn.

Þetta byrjaði á því að hún Linda vinkona benti mér á þennan helli, hún sagði að þetta væri nú ekkert mjög merkilegt, en maður þyrfti að skríða smá leið og svo ættu "flestir" að geta staðið... hún vissi nottla auðvitað að það væri ekki séns að ég gæti það..

Þegar maður kemur inní hann að þá er svona smá hol fremst.. svo þegar maður gengur innar að þá eru 2 op sem maður getur farið inn um... við ákváðum bara að fara vinstra megin fyrst og byrjuðum að skríða áfram.. við skriðum og skriðum og vorum að bíða eftir þessu "standandi" svæði... að lokum þegar við vorum búnir að skríða rúmlega 100m í þröngum hraungöngum og ég búinn að tæta úlpuna sem ég var í að þá komum við að enda ganganna, og snerum við um leið og við sáum fyrsta "the Descent skrímslið".

Ég komst að því að þetta var það langt að við værum komnir undir veginn... ég veit það því að ég fann reglulega drunur og skjálfta í loftinu af og til (= þegar trukkar keyra yfir veginn)

Við vorum mun fljótari uppúr hellinum heldur en niður, og tók þetta samtals um 2-2,5 klst.

Þegar við komum upp skoðaði Addi hitt opið.. og já þar þurfti bara að skríða eitthvað smotterí og þar gat hann auðvitað staðið... hehe

Myndir

Gummi á leiðinni... sumsstaðar var hægt að ganga svona... það var mun þægilegra en
að þvæla hnjánum beint í helv´#"##" hraunið...
Addi  á leiðinni... hann er alveg að komast á þröngt svæði..
Addi í einum af sínum "einstöku" stellingum... :S
Hérna gat Gummi svona nokkurnveginn setið.. hehe
Hérna var pínu þröngt... en þegar maður er skríðandi í hrauni, að
þá er nauðsynlegt að taka smá pásur...
Gummi gat hinsvegar alls ekki setið allsstaðar...
Addi sitjandi á "háu svæði", eða á einum af fáum stöðum þar sem það var hægt.
Horft innum göngin.
Þetta var svona... smá "salir" og svo þröng göng áfram eins og sést á þessari..
Smá pása..
Addi að halda uppi loftinu.
Það má ekki láta loftið hrynja..!
Þetta var einn af þessum stöðum þar sem hægt var að lyfta hausnum upp..