Hlaup hafa alltaf verið okkur hugleikið enda ein allra besta leiðinn til að halda sér í formi fyrir fjöllin og höfum við því stundað það töluvert í gegnum árin (með hléum þó).

Verandi fjallageitur þá heillar malbikið okkur ekki mikið sem hlaupaundirlag og hafa því Arnar og Gummi verið duglegur uppá síðkastið að hlaupa á náttúrustígum umhverfis borgina sem partur af hlaupahóp Náttúruhlaupa (Artic running) og haft gaman af.

Árlega fara Náttúruhlauparar Laugaveginn (55km) á tveimur dögum og ákvað Arnar að skella sér með þeim þetta árið helgina 23-24.júní.

Veðurspár voru ekki beint okkur í hag þar sem það spáði mikilli rigningu og roki seinnipartinn á laugadag og á sunnudag, en náttúruhlauparar eru geriðr úr hörðu efni að snemma á blautum laugadagsmorgni var fólk mætt í rútuna í fullum hlaupagalla tilbúnir í ákorunina.
Þegar komið var í Landmannalaugar tók við ágætist veður og var fólkið orðið nokkuð bjartsýnt á að kannski yrði ekkert svo hræðilegt veður kringum Hrafntinnusker eftir allt saman. Þetta reyndist hinsvegar fullmikil bjartsýni, því um leið og við komum upp hjá Brennisteinsöldu, tók veðrið við okkur af fullum þunga með mikilli rigningu og roki sem kældi alla hratt niður. Á svona stundu þýðir lítið annað en að bíta á jaxlinn og halda ótrauður áfram. Óvenju mikill snjór var á svæðinu miðað við árstíma sem gerði okkur erfitt fyrir þar sem lítið var hægt að hlaupa í honum og reyndist erfitt að ná upp góðum líkamshita og var því ferðin yfir skerið ansi köld. Eftir stutt stopp í Hraftinnuskeri var ferðinni haldið áfram yfir blautan snjóinn. Loksins gaf snjórinn eftir og þegar við sáum Álftavatn blasa við inná á milli skýjana vissum að nú værum við komin í Jökultungur. Laus við snjóin þá fórum að geta farið hraðar yfir og þegar niður var komið þá gaf veðurofsin eftir því þar hlýnaði og lægði töluvert sem reyndist mikill léttir fyrir blauta og kalda hlaupara. Stutt stopp var tekið í Álftavatni áður en haldið var áfram niður í Hvanngil þar sem við eyddum nóttini.

Daginn eftir var ákveðið að fara örlítið fyrr á stað til að vera á undan rigningarveðrinu sem átti að koma uppúr hádegi. Þetta reyndist góð ákörðun. Stíf í löppum eftir hlaup gærdagsins var farið í upphitun áður en lagt var af stað í fínu veðri.
Fyrsti farartálmi dagsins kom fljótlega í ljós sem er hin þekkta Bláfjallakvísl sem er köld og breið á sem þarf að vaða. Í svona fjallahlaupum er ekkert verið að eyða tíma í að fara úr skóm svo það er bara látið flakka beint útí og yfir í skónum. Svo er hlaupið strax af stað í blautum köldum skónum sem venst þó ótrúlega vel og héldum við ótrauð áfram yfir sandana í frábæru veðri alla leið niður í Emstrur þar sem var tekin góð pása og sólað sig aðeins áður en lengra var haldið. Að lokum var hlaupið alla leið niður í Húsadal þar sem okkar biðu hrein föt, heit sturta, bjór á krana og rúta aftur í bæinn.

Myndir

Rútuferðin
Tilbúin að leggja af stað
Lagt af stað
Laugahraun
Hlaup-sjálfa
Hlaupið í hrauninu
Stóðið
Vondugil
Gunnur farastjóri í essinu sínu
Hitasvæði við Brennisteinöldu
Veðrið byrjað að versna
Rakel á toppi Brennisteinsöldu
Útsýnið af Brennisteinsöldu
Blaut en hress í Hrafntinnuskeri
Arnar og Ingvar fararstjóri
Komin í Jökultungur
Hópmynd með Álftavatn í bakgrunni
Komin niður Jökultungur
Ingvar á fleygiferð
Síðustu metrarnir í Hvanngil
Ingvar að elda
Veðrið daginn eftir lofaði góðu
Hvanngil
Brúin yfir Kaldaklofskvísl
Ingvar
Stóðið
Heiða með Hvanngil í bakgrunni
Gunnur og Ingvar vaða Bláfjallakvísl
Bláfjallakvísl
Arndís og hópurinn
Ingvar leiðir hópinn
Ingvar á söndunum
Góð ferð á hópnum
Eintóm gleði
Útigönguhöfðar
Undir Hattfelli
Hópmynd rétt áður en komið var niður í Emstrur
Einhyrningur kemur í ljós.
Brúin yfir Fremri Emstruá
Ingvar
Heiða og Rakel, Einhyrningur og Tindfjöll á bakvið
Rakel og Heiða
Kápan alræmda
Rjúpnafell
Komin í Þórsmörk
Endasprettur inní Húsadal
Skálað fyrir góðri helgi