Þar sem Arnar og Gummi hafa verið að hlaupa á náttúrustígum undanfarið fékk Gummi snemma þann draum að hlaupa umhverfis Langasjó í sumar. Það að hann rófubeinsbrotnaði við að renna sér niður snjóskafl við aukastörf á Birnudalstindi í byrjun júní setti þó strik í reikninginn, en loksins lagaðist hann upp úr miðjum júlí og gat farið að hreyfa sig aftur.
Eftir nokkra æfingatúra í lok sumarfrís kom góð veðurspá fyrir laugardaginn 11. ágúst á Hálendinu og þá var annaðhvort að skella sér eða sleppa þessu. Hinsvegar var ákveðið, bæði vegna hlaupaforms, tíma félagans og veðurspárinnar að taka bara hálfan hringinn, eða fjallgarð Fögrufjalla sem liggur suðvestan megin við Langasjó endilangan.

Með í för var einn af þjálfurum Náttúruhlaupa, Birkir Már Kristinsson sem var alveg til í að prófa einhverja nýja leið og slóst í för með Gumma.
Foreldrar Gumma, Jón og Guðrún keyrðu okkur norður fyrir Langasjó þar sem við gistum í tjöldum og lögðum svo af stað morguninn eftir við norðurenda vatnsins sem er rétt við enda Vatnajökuls, eða við kverk Skaftárjökuls og Tungnaárjökuls. Seinna þann dag hittumst við svo aftur við suðurenda vatnsins undir Sveinstindi.

Hlaupið um Fögrufjöll

Það var góð tilfinning að leggja af stað um kl. 8:40 upp stíginn um Fögrufjöll eftir að hafa borðað morgunmat og pakkað niður tjaldbúðunum. Fyrstu skrefin einkenndust af spenningi fyrir því sem koma skyldi, og vorum við að vona að það yrði bjartur dagur þar sem þoka hafi gert vart við sig kvöldið áður þegar við vorum að koma á náttstað.
Eftir aðeins um 2,5km er komið að útfallinu, magnaður staður með náttúrulegum útsýnispalli við brúnina. Þetta er eini staðurinn sem vatn rennur úr Langasjó og er hún ekki svo vatnsmikil að einfalt er að vaða hana litlu neðar. Gummi hafði prófað að vaða ána við Stöng skömmu áður og verið ósáttur við skóna hversu þungir þeir urðu á eftir. Raunin varð reyndar sú að nú fór hann úr sokkunum og óð "berfættur" í skónum þar sem hann var í þykkum sokkum. Þetta reyndist mun betur og eftir smá hlaup á eftir vaðinu voru skórnir orðnir svo gott sem þurrir og þá fór hann í sokkana aftur án vandræða.
Við útfallið hittum við einnig stelpu sem var ein á leið sinni umhverfis Langasjó, en gaman er að hitta ferðalanga á svona leið sem er nokkuð fáfarin.

Ekki löngu eftir að komið er yfir vaðið er farið yfir háls þar sem aurar Skaftár koma í ljós. Mun minna vatn var í henni nú en um síðustu helgi þegar hlaup rann úr Skaftárkötlum eins og frægt er orðið. Það var mjög flott að sjá yfir Skaftána og aurana sem hlaupið skildi eftir aðeins viku fyrir hlaupið.

Áfram hélt leiðin og við tókum smá útúrdúra til að kanna landslagið, taka myndir og njóta þess sem náttúran þarna býður upp á. Fljótlega komumst við inn í dal sem liggur um miðjan fjallgarð Fögrufjalla og þar eru nokkur vötn. Þessum dal var fylgt eftir stígnum og er hlaupið helst á mosastíg, lausum sandi og fjörum vatnanna.
Á einum slíkum stað var tekin jarðtenging að hætti Gunnars, hlaupaþjálfara Náttúruhlaupa. Kyrrðin, náttúran og veðrið gerði þessa jarðtengingu einstaklega góða.

Fljótlega eftir að komið var í dalinn blasti Sveinstindur við. Ekki fór á milli mála hvaða tindur þetta var enda reisulegur með eindæmum. Hinsvegar var það fyrsta sem fór í gegn um hugann, var hversu langt hann var í burtu, en hann stendur við enda leiðarinnar.
Þegar áfram var haldið, sáust bæði nýjir flotir staðir og alltaf nálgaðist Sveinstindurinn hægt og rólega.

Við lokapart leiðarinnar er komið að svokölluðu Fagralóni, en það liggur samsíða Langasjó og hlupum við á milli þeirra í fjöru Langasjós og niður að Sveinstindi.
Þegar komið var að veginum hittum við Jón og Guðrúnu aftur og þaðan héldum við að þjónustuhúsi Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem við fengum okkur síðbúinn hádegismat til að sækja smá orku fyrir Sveinstind, en honum er ekki hægt að sleppa í svona frábæru skyggni, þó svo að þreyttir fætur Gumma fóru ekki sérstaklega hratt upp Sveinstind, hafðist það á rúmum hálftíma.
Á toppnum sést stór hluti hlaupaleiðarinnar, Geitlandsjökull og Langjökull í Vestri, Hrútfell á Kili, Kerlingafjöll, Hofsjökul með Hásteina, Arnarfellin og Miklafell, Tungnafellsjökull, Hágöngur, Bárðarbunga og Vatnajökull til austurs. Ekki sást í Öræfajökul eða Mýrdals- og Eyjafjallajökul þar sem komin voru ský í suður- og vesturátt. Gaman var einnig að sjá Tröllhamar rétt sunnan megin við fjallgarðinn, en það er hár klettur sem stendur að Skaftá sunnan megin.

Hlaupaleiðin reyndust vera 24km með um 422m heildarhækkun. Þetta tók okkur 5klst og 15 mínútur með öllum myndastoppunum sem voru þónokkur. Það sem stendur upp úr eru náttúrumyndanir sem eru á leiðinni í bland við frábært veður sem við fengum. Leiðin er ekki sérstaklega erfið, en örfáir staðir henta kannski ekki lofthræddum ásamt því nokkrir staðir kalla á klöngur í stórgrýti á smá köflum.
Fyrir áhugasama skal hafa í huga að ekki er farsímasamband á leiðinni og því er öruggast að ferðast í hóp, en það þarf oft að leita upp á fjallstindana til að ná sambandi, en það skánar aðeins þegar komið er að Sveinstindi.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að komast af stað í þessu sporti er hægt að fara á námskeið hjá Náttúruhlaupum en Gummi og Addi hafa verið að hlaupa með þeim undanfarna mánuði.

Myndir

Morgunmatur áður en pakkað var niður og lagt af stað
Birkir og Gummi klárir í daginn
Lagðir af stað
Birkir í fyrstu brekkunni
Hér skildu leiðir í bili
Stígurinn inn í Fögrufjöll
Gummi
Gummi
Birkir með Langasjó til hægri
Hér sést aðeins í jökulinn og Hamarinn í baksýn
Gummi á sama stað
Langisjór
Hér er hlaupið við fjöruna
Fjara og stígur til skiptis
Hér eru nokkrar stórsteikur aldar í sumar
Útfallið, hér er eina sjáanlega rennslið í/úr Langasjó
Birkir hleypur við Útfallið
Birkir
Hlaup
Hlaup
Hér erum við að koma í gegnum skarð
Og hérna megin við skarðið sést í aura Skaftárhlaupsins
Skaftártunguhlið Fögrufjalla
Hér eru líka kindur
Mjög fínn hlaupastígur hér
Hér erum við að vinna okkur yfir til Langasjós
Hér var mjög laus sandbrekka, eftir hana þurfti að hella úr skóm
Gummi í smá hressingarstoppi
Hér er skemmtilegur kafli þar sem stígurinn hefur verið að "renna í sjóinn"
Komið út fyrir hrygg
Og fínn stígur tekur við
Hér er fjörustígur
Hér sigldi inn bátur, þessi vík virðist heita Ást skvmt. korti
Hér sáum við svo í Sveinstind í fjarska, endatakmarkið sést þó
Flottur fjörustígur
Hlaupið í fjöru
Hér er tenging milli vatna í dal Fögrufjalla
Jarðtenging er mjög mikilvæg í góðviðrishlaupi
Áfram var haldið
Hér skiptist leiðin umhverfis Fagralón
Við héldum til norðurs milli vatnanna
Flottur staður, og Sveinstindur nálgast
Hér erum við komnir aftur Langasjósmegin
Flottur staður og leiðin liggur þarna utan í hlíðinni
Birkir á stígnum
Sveinstindur allt í einu farin að vera í nágrenninu
Það var hresandi að sjá lokakaflann
Smá náttúrulist
Gummi fékk auka orku við að sjá hve stutt var eftir
Birkir
Hér kemur stígurinn niður að fjörunni að lokakaflanum
Birkir að hlaupa við Langasjó
Gummi og Birkir hlaupa undir Sveinstindi
Alveg að lenda í bílnum eftir 24km
Birkir í matarpásunni, ekki voru teknar margar myndir þar, enda þreyttir og svangir
Fundum flottan stein á leið á Sveinstind
Og auðvitað þurfti Gummi að koma þar við
Gummi og Birkir á leiðinni á Sveinstind
Gummi orðinn ansi þreyttur í fótunum
Smá spölur eftir
Birkir með Langasjó í baksýn
Jón Helgi
Gummi
Sveinstindur
Horft til baka á leiðinni
Birkir
Lítið eftir
Lokakaflinn
Það leyndi sér ekki gleðin að komast upp
Gummi lét sig hafa að skokka síðustu metrana
Hér sést niður að skála Útivistar við jökulaurinn
Hér sést Langisjór og Fögrufjöll fyrir miðju, i bak sést í Tungnafellsjökul, Bárðabundu og Vatnajökul. Til hægri er Tröllhamar
Um þetta svæði liggur hlaupaleiðin
Horft til suðvesturs að Uxatindum
Gummi og Birkir sáttir með daginn
Feðgar á Sveinstind, Jón og Gummi
Varðan á toppnum.
Haldið niður
Fundum snjóskafl til að komast niður
Smá niðurhlaup í brattri brekku
Birkir hleypur niður
Birkir
Hlaupið niður með Langasjó í baksýn
Gummi
Greinilega farið að hvessa aðeins
Styttist niður
Til að klára alla orku var aðeins hlaupið upp líka
Nauðsynlegt er að kæla fæturna eftir svona átakadag
Sveinstindur