Eftir talsvert offseason íslensks veðurfars hafa komið nokkur göt í veðrið síðustu vikur. Í tveimur þessum óveðurshléum var skroppið út að berja smá ís.
Fyrst fóru Gummi og Haraldur í ísbíltúr í Búahamra þar sem tekið var smá session í Tvíburafossi ytri. Þetta var höfuðljósaklifur í myrkri svo ekki komu myndir úr þeirri ferð.

Seinni ferðin var farin sunnudaginn 9. des í bröttubrekku þar sem langvarandi frost hefur verið svo að fyrir lág að þar væri ís að finna.
Á ferðinni voru Arnar, Gummi og Haraldur. Að venju er spólað upp fyrstu höftin nokkuð hratt að raunverulegu klifurhöftunum. Þau voru flest í fínum aðstæðum og vorum við spenntir að fá aðeins að grípa í leiðsluklifur aftur eftir umtalsvert hlé.

Flugfélgin eru ekki þau einu sem eru á niðurleið þessa dagana

Klifrið gekk þokkalega þó ryðgaðir værum og allt hafðist þetta á endanum. Þrátt fyrir mikla reynslu þá getur ýmislegt gerst ef menn verða kærulausir um stund. Íshaftið var mjög þröngt efst og Arnar hjó öxunum of nálægt hvor annari í þurrum og köldum ís með þeim afleiðingum að ísskel sprakk af íshaftinu og hann fékk flugferð, en allt fór vel þar sem Haraldur var vel vakandi og greip rétt í taumana.

Aðal haftið sem er ofarlega í leiðinni var í dáldið skemmtilegum aðstæðum þar sem við klifruðum vinstra megin bakvið fríhangandi kerti og hliðruðum svo yfir í aðal kertið áður en haldið var beint upp á brún þess. Í lokin er svo löng en auðveld spönn þar sem kálfanir fengu að njóta sín í botn.

Gaman að komast aftur af stað í klifrinu, nú er bara að vona að það frysti aftur eftir þennan hlákukafla sem kominn er yfir landið sem fyrst.

No Arnar's were harmed during the making of this article

Myndir

Aðkoman langa
Haraldur kemur upp fyrsta haftið
Arnar eltir
Haraldur
Arnar sýnir tennurnar
Arnar leiðir, Haraldur heldur í spottan
Arnar
Haraldur
Haraldur sáttur
Aðal haftið
Gummi gerir stig tilbúin
Leiðin liggur bakvið kertið ...
... og í gegnum gatið
Gummi
Alveg að klára brattasta kaflann
Einbeittur
Arnar sáttur við leiðina
Haraldur hleypur upp loka spönnina
Haraldur