Gummi var búinn að bíða með eftirvæntingu eftir 10 ára afmælisferðinni á Skessuhorn. Það að 10 ár séu liðin frá því að fyrsta ferðin var farið segir eingöngu hve hratt tíminn líður en ekki hversu ruglað áhugamál maður hefur.
Að þessu sinni voru það Arnar, Magnús og Óðinn sem skelltu sér með enda ekki oft sem það er stórafmæli á fjöllum.

Það var milt og fallegt veður og -8°c þegar við lögðum af stað um morguninn. Spáin sagði hinsvegar að upp úr hádegi kæmi mikill vindur svo við þurftum að hafa hraðan á eða a.m.k. ekki slóra mikið.
Sem betur fer var engin snjór á heiðinni svo gangan gekk hratt fyrir sig. Einnig var Gummi með göngustafi í fyrsta skipti á þessari leið, en hann hefur vanið sig á að nota þá í fjallahlaupunum sem hann hefur verið að stunda í haust. Eini gallinn við þá er að þeir þvælast fyrir myndavélinni, en þeim er auðvitað pakkað niður þegar klifrið hefst. En það er mun auðveldara og fljótlegra að leggja frá sér ísaxirnar án þess að þær stingi af í bratta.

Þegar við komum upp á pallinn fyrir neðan hrygginn sjálfan tók á móti okkur alveg hressilegur vindur, a.m.k. 30 m/s sem við þurftum að fara niður á fjórar fætur til að standa af okkur. Það tók smá toll að kyngja þessum vindi, en innan skamms vorum við lagðir af stað og svo heppilega vildi til að hryggurinn sneri ekki upp í vindinn svo að þetta slapp alveg til.

Gummi og Magnús lögðu fyrst af stað til að kanna leiðina og hvernig veðrið væri í henni. Svo fylgdu Arnar og Óðinn fljótlega á eftir þegar í ljós kom að ekki var eins hvasst í klettunum sjálfum.
Klifrið reyndist vera óvenju auðvelt og gott þessi jólin vegna þess hve hlýtt hefur verið, en þá hefur komið mikill raki í klettana og mosann sem frýs og verður að mjög góðum klifuraðstæðum.

Þegar við komum á toppinn blés dáldið hressilega á okkur, en það stoppaði okkur ekki frá því að deila einum góðum jólabjór og taka nokkrar myndir áður en haldið var niður til baka, en vegna veðurs og hvernig spáin var tókum við engar óþarfa pásur á leiðinni og héldum því fljótlega niður gönguleiðina hinu megin á fjallinu.

Niðurleiðin var í svipuðum aðstæðum og hryggurinn á leiðinni upp, harðfenni og klaki. Það hentar ekki eins vel á niðurleið og á uppleið, svo við vorum smá stund á leiðinni niður brattann þar sem talsverður hliðarhalli er þegar maður lækkar sig niður í skálina.
Eftir þetta er haldið áfram meðfram Skessuhorninu og niður á heiðina þar sem við komumst loksins úr broddunum, en harðfennið var slíkt að ekki var hægt að taka þá af fyrr.

Þessi ferð tók ekki nema tæpa 6 tíma, enda færi óvenju gott og veðrið nógu slæmt til að ekki var mikið stoppað að óþörfu. Leiðin frá bíl í bíl er ekki nema 12 kílómetrar í loftlínu.
Í framhaldinu fór Gummi í smá viðtal við mbl.is sem birti skemmtilgt myndskeiðarviðtal í framhaldinu. Viðtalið má nálgast hér.

Myndir

Gengið í átt að Skessuhorni
Skessuhorn
Smá aðkomubrölt
Leiðin blasir við
Arnar
Broddastopp fyrir brattann
Arnar, Magnús og Óðinn
Á leiðinni að hryggnum
Hér þarf að sækja axirnar
Magnús
Gummi og Magnús
Magnús
Fyrsta brekkan í hryggnum
Magnús og Arnar
Magnús og Arnar
Kuldaleg sjálfa, Gummi með grímuna og Magnús
Magnús í einu haftanna
Á leiðinni eru margir stallar
Skemmtilegt mynstur á klettunum
Magnús
Þarna er vinsælt fótstig, þetta er eins og að klifra stiga
Frosinn mosi er mjög góður til klifurs
Arnar og Óðinn aðeins neðar
Á einum stallana
Sumsstaðar var þessi fíni ís
Snæfellsjökull sást fyrri part dags standa upp úr veðrinu
Lítið eftir
Smá hliðrun
Magnús virðir fyrir sér austanverða Skarðsheiði
Gummi og Magnús komnir hátt
Gummi kominn upp, 10. jólin í röð
Magnús
Hér er raninn sem tengir Skessuhornið við Skarðsheiðina
Arnar og Óðinn að koma upp
Fengum okkur jólabjór á toppnum
Gummi fær sinn fyrsta jólabjór þetta árið
Hópmynd
Það var hart undirlag á niðurleiðinni
Það var hart undirlag á niðurleiðinni
Skarðshorn og Heiðarhorn
Vestanverð Skarðheiðin
Skafrenningur
Það blés aðeins
Norðurveggurinn, hér eru nokkrar klifurleiðir
Baula sést hér standa aðeins upp úr
Komnir framhjá Skessuhorni á leið niður
Arnar
Skessuhornið, hér sést leiðin upp
Mikið var gott að taka broddana af
Skessuhorn
Gengið niður í bíl
Heiðin er drjúg
Skessuhorn, Skarðshorn og Heiðarhorn
Hestfjall og Baula