Bjartmar var búinn að smita út frá sér hugmyndinni að nýju vol biv ævintýri eftir ferðalag hans um Pýrenea fjöllin einungis með svifvæng og tjaldbúnað að vopni. Eftir miklar pælingar um hvert okkur langaði að fara og hvert væri gott að fara í vetrarfríinu enduðum við á að leggja í ferðalag yfir hálfan hnöttin í sumarið á Nýja Sjálandi.

Það getur verið ansi erfitt að burðast með tjaldbúnað og vistir til margra daga ásamt flugbúnaði á bakinu enda geta bakpokarnir vegið hátt í 25 kg og því var ekki bara legið yfir kortum og öðrum upplýsingum um staðhætti í aðdragandanum heldur þurfti að fara yfir allan búnað og skera allan óþarfa niður og auðvitað taka aðeins á í ræktinni.

Við lentum í Queenstown enda var planið að hefja ævintýrið þar og freista þess að komast eins langt norður og við mögulega gætum miðað við veður og eigin getu. Það fyrsta sem við tókum eftir þegar við lentum var hversu vindasamt það var á svæðinu og eftir að rýna í veðurspánna þá litu amk næstu tveir dagar ekki vel út til flugs. Því var tekið á það ráð að seinka brottför frá Queenstown um amk einn dag og vona að við gætum byrjað ferðalagið á því að fljúga út í óbyggðirnar degi seinna. Það gekk ekki eftir og því urðum við að halda af stað fótgangandi með vistir fyrir 10 daga.

Það tók vissulega á að ganga með allan búnaðinn en við vorum staðráðnir í að ná að fljúga daginn eftir og héldum því þéttum dampi með það fyrir augum að vera komnir á góðan stað fyrir flugtak um hádegisbil daginn eftir. Eftir marga fjallahryggi og mörg vöð fundum við góðan stað við árbakka fyrir okkar fyrstu nótt í óbyggðunum. Sáttir með dagsverkið, ekki lengi að renna niður matarskammti dagsins og fljótir að sofna. Daginn eftir var bjartsýnin á að fljúga talsvert mikil enda átti vindin að lægja. Við vorum ekkert að slóra að koma okkur af stað en við áttum eftir að ganga talsverðan spotta til að komast á góðan flugstað og upp úr hádegi náðum við þeim áfanga. Þegar ljóst var að aðstæður litu vel út þá var ekki annað en að þurka brosið af andlitunum og taka sig til fyrir fyrsta flug ferðarinnar. Hver mínúta í loftinu getur sparað manni marga klukkutíma á tveimur jafnfljótum og því var áherslan á að fljúga vel og langt í fyrirrúmi.

Fyrsta flugið gekk eins og í sögu, aðstæðurnar voru hinar bestu og við vorum nokkuð samstilltir í loftinu. Það var ekki fyrr en við komum að vatninu við Wanaka þar sem við vorum pínu óvissir hvort við ættum að þora að fljúga yfir vatnið að næsta fjallgarði eða fara framhjá bænnum. Við enduðum á að taka enga áhættu og lenda við bæinn en þá vorum við búnnir að fljúga sirka 30 km í loftlínu frá staðnum sem við fórum í loftið og búnnir að spara okkur sirka tveggja daga göngu.

Við hittum á nokkra heimamenn sem voru einnig búnnir að vera að fljúga og reyndum að kreista úr þeim einhverjar upplýsingar varðandi flug næstu daga. Það var ekki eftir miklu að sækja annað en að þeir voru svarsýnir á flug daginn eftir, “of mikil norðanátt”. Með þessar upplýsingar í höndunum var tvennt í stöðunni að fara aftur í áttina sem við komum og freista þess að nýta norðanáttina og reyna að fara aðra leið framhjá vatninu eða rýna í kortin og reyna að finna hlíð sem við gætum nýtt til að komast í loftið lengra norður af Wanaka. Við þóttumst vera búnnir að spotta góða hlíð austan við Lake Hawea og héltum þangað snemma daginn eftir.

Þessi stífa norðanátt lét ekki sjá sig og meira að segja enginn vindur til að tala um, eftir því sem við gengum lengra meðfram vatninu varð sífellt betra um að lítast í háloftunum, leit út fyrir að stefna í frábæran flugdag. En fyrr en seinna varð okkur ljóst að við vorum staddir í hryllingsmynd, það sem leit vel út á kortunum var engan veginn mögulegt til flugtaks, brattar og of gróðursælar hlíðar. Við vorum alveg út á þekju og eina leiðin var að halda áfram að ganga út að næsta fjallgarði sem við töldum flughæfan. Ef við værum bara í loftinu núna værum við örugglega að fara að brjóta 100 kílómetra flugmúrinn, fylgjandi bólstrunum meðfram fjallshryggjunum út í hið óendanlega.

Við vorum gjörsamlega bugaðir eftir að hafa gengið eins og óðir menn meðfram vatninu í von og óvon um að finna leið til að komast í loftið. Það tók á sálina að horfa upp á daginn renna sitt skeið og allt púðrið sem við lögðum í að drífa okkur með þyngslin á bakinu. Í sárabót fengum við okkur sundsprett í vatninu og nutum útsýnisins á þessum fallega stað fram að sólsetri. Við vorum nokkuð vissir um að það hefði bara verið flughæft þennan dag og sennilega hægt að fljúga daginn eftir en svo myndu koma þrír dagar af rigningu og hvassviðri svo ef við myndum ekki ná að fljúga daginn eftir þá væri þetta farið að breytast í gönguferð með allt of mikil þyngsli á bakinu.

Daginn eftir byrjuðum við snemma að fikra okkur upp líklegustu brekkuna fyrir flugtak miðað við vindátt. Við vorum nokkuð bjartsýnir okkur þótti vindurinn ágætur framan af en helst til lítið að gerast í loftinu. Við enduðum á að bíða uppi á hæðinni í dágóðan tíma í von um betri aðstæður en þegar daginn tók að stytta var ákveðið að hrökkva til og vona að við gætum skrapað okkur upp. Allt kom fyrir ekki og við fljótir að lenda aftur. Núna var orðið ljóst að við værum ekki vel staðsettir fyrir þriggja daga göngu í blautu veðri og því var ákveðið að snúa aftur til Wanaka, sleikja sárin og fara þaðan aðra leið norður ef og þegar næstu góðu flugaðstæður kæmu upp. Meira um það síðar...

Myndir

Undirbúningur
Vel farið yfir útbúnaðinn fyrir ferðalagið
Queenstown
Utan við Queenstown
Lagðir af stað fótgangandi
Queenstown fjarlægist
Bakpokinn ógurlegi
Betra að teipa fæturna snemma
Puttaferðalangar
Útsýnið svíkur engan
Fallegir dalir á alla kanta
Óðinn hress
Höfum ekki tölu yfir hversu oft við þurftum að stikla yfir ár og læki
Búnnir að finna góðan náttstað
1 kg tjöldin okkar
Bjartmar var örugglega innan við mínútu að gúffa pakkanum í sig
Komnir af stað daginn eftir
Stefnan tekin á hæðina í fjarska
Horft aftur
Bjartmar sáttur enda aðstæður góðar til flugs
Drifum okkur í loftið
Sést hvar við fórum í loftið, niður til hægri
Stefnt á skýin
Fallegt ofan frá
Bjartmar á nýja vængnum
Stefnt í norður
Farið að glitta í Lake Wanaka
Séð í áttina að Aspiring þjóðgarðinum
Bjartmar líklega að brosa sínu breiðasta
Komnir að Lake Wanaka
Mt. Aspiring(3033m) í bakgrunni
Okkur langaði að fljúga yfir vatnið end þorðum því ekki
Komnir að Lake Hawea
Langur göngudagur og því miður ekkert flogið
En fallegt um að litast
Horft á daginn renna sitt skeið
Slakað á eftir langa og erfiða göngu
En alltaf er maturinn góður
Tjölduðum í skógarrjóðri
Komnir af stað næsta dag
Gengið upp að líklegum flugstað
Farnir að hækka okkur
Svipur sem segir þúsund orð
Biðum eftir góðum aðstæðum til flugs
Ákváðum að snúa aftur til byggða vegna slæmrar veðurspár næstu dagana
Fengum loksins að fljúga aftur
Bjartmar
Flugum frá Treble Cone
Tjölduðum við vatnið
Þvottadagur
Vötnin svíkja engan
Gott að losna við svitalyktina
Fleiri rigningardagar
Kíktum á Fiordland þjóðgarðinn á meðan við biðum eftir næsta flugglugga
Flott sólsetur
og áfram blés og rigndi með köflum
Héldum áfram að skoða okkur um
Seinasti góði flugdagurinn
Núna var að duga eða drepast
Flugum í áttina að Aspiring þjóðgarðinum
Gekk vel
Nutum þess að fljúga vitandi að þetta væri hugsanlega seinasta flugið
Bjartmar kvartaði ekki þrátt fyrir smá bólgu í andliti
Endalausir fjallgarðar
Mt. Aspiring
Fórum sirka 25 km í austur en náðum ekki að vinna okkur gegnum norðanáttina
Létum þar við sitja en nutum þess í botn
Fallegur lendingarstaður
Gengið aftur að siðmenningunni
Þessi á náði upp í mitti
Bjartmar endaði á gjörgæslu vegna köngulóabits og á meðan fór Óðinn að Mt. Cook Þjóðgarðinum
Horft á Mt. Cook