Fyrir rúmu ári síðan þá ákvað Arnar að skella sér í leiðsögumannanám við Leiðsöguskólan í MK sem er tvær annir í fullu námi. Þetta er nokkuð stíft nám en gríðalega skemmtilegt þar sem maður fræðist um flest allt sem hlýtur að sögu, menningu, gróðri, dýralífi, jarðfræði og sérkennum Íslands auk þess að tileinka sér leiðsögutækni bæði í rútum sem og í göngum. Eftir að haust önn líkur er möguleiki að velja sérhæfinu annaðhvort sem almennanleiðsögumann eða gönguleiðsögumann og að sjálfsögðu fór Arnar í gönguleiðsögn sem endar í lokaferð sem er 5 daga bakpokaferð með allt á bakinu sem var farinn seinnipartinn í maí.

Hefðini samkvæmt er Vatnaleiðin á Snæfellsnesi farinn þar sem leiðsögunemendur skipuleggja ferðina og skiptast á að leiða hópinn auk þess að fræða farþega um áhugaverðar staðreyndir svo sem sögu svæðisins og fyrirbæri sem verða á vegi okkar auk þess velja sem besta leið fyrir "kúnnana" okkar þar sem passa þarf uppá hraða, hvar skal stoppa og leysa vandamál sem fyrirfinnast á leiðinni.

Lokaferðinn hófst með rútuferð frá MK að upphafspunkti göngunar sem hefðinni samkvæmt er við Hreðarvatn við Bifröst. Veðurspá komandi daga var ekki beint spennandi en allir voru þó bjartsýnir, spenntir og tilbúnir í átök komandi daga. Hópurinn spennti á sig þunga pokana og gengum við vestur að Selvatni þar sem fyrsta vaðið á okkar leið tók á móti okkur. Veðrið var mjög fínt og gangan gekk vel áleiðis að Vikrarvatni þar sem hádegismatur var tekinn. Því næst gengum við yfir hina hæðóttu Beilarheiði í átt að loka takmarki dagsins Langavatn þar sem við gistum á Torfhvalastöðum.

Næsta dag tók rigninginn á móti okkur og byrjaði dagurinn því í skeljunum vel heit eftir frábæra upphitun í boði Michael. Gangan byrjaði á vegi sem leyddi okkur norður fyrir vatnið þar sem Langavatnsá var vaðinn. Hádegismatur var tekinn undir hlíðum Langavatnsmúla. Rigningin kvaddi okkur blessunalega um það leitið og vel södd tók við þó nokkur hækkun og puð upp í geggnum Gvendarskarð niður í Þórinsdal þar sem við tjölduðum og áttum góða kvöldstund í Jóhönnulaut.

Sólin tók á móti okkur þegar við skriðum útúr tjöldunum morguninn eftir. Morgunmatur var skelltur í sig og eftir morgun losun í holuna góðu var allt tekið saman og þrammað niður Þórarinsdal undir hin volduga Smjörhnjúk áleiðs í átt að Hítardal. Hádegisverður var tekinn á leiðinni þar sem sumir ákvöðu að taka sér smá bað í flottum hyl í ánni við Rauðakúlur sem við gengum á stuttu síðar. Frábært útsýni var þar yfir Hólmshraun og vestur inní Hítardal. Rigninginn hófst svo þegar við vorum á leiðinni niður af kúlunum og var flýtt sér í skelina og þrammað af stað í geggnum Hólmshraun að Hólminum þar sem tjaldað var og kvöldmatur hitaður. Kvöldganga var svo tekinn á Hólminn þar sem menn gerðu heiðarlega tilraun að horfa á Eurovision sem gekk með herkjum þar sem netsamband var ekki uppá marga fiska.

Fjórði dagur tók á móti okkur með nokkuð köldum norðan garra og voru menn vel dúðaðir þegar Hítará var vaðinn og gengið upp Hvítingshjalla í geggnum Klifsgil inní Klifsdal þar sem sólin tók á móti okkur og fjöllin skýldu okkur frá vindinum. Þar var hádegismatur tekinn undir hinu magnaða Sandklif áður en við þrumuðum okkur uppí geggnum skarðið niður í Hellisdal að Hlíðarvatni þar sem nokkur vöð tóku á móti okkur ásamt hesta stóði sem elti okkur áleiðs að rútunni sem beið okkar við Hallkelstaðahlíð þaðan sem við vorum keyrð að Svarfhóli í Dölunum þar sem við skelltum okkur í heitanpott, grilluðum læri og skoluðum niður nokkrum köldum drykkjum áður en sofið í alvöru rúmmi.

Síðasti leggurinn var svo frá Svarfhóli meðframm veginum til að byrja með en stefnan svo tekin norður yfir Kvennabrekkuháls niður í Haukadal þar sem deginum lauk með því að vaða Haukdalsá við Eiríksstaði. Þar tóku staðarhaldarar vel á móti okkur og buðu okkur uppá sögusýningu þar sem við vorum frædd um þennan merka sögustað. Toppur dagins var þó sennilega hinn langþraði hamborgari og sheik sem við skófluðum í okkur á leiðinni heim til Reykjavíkur.

Myndir

Allir gera sig tilbúna við Hreðavatn
Kiddi í stuði
Arnar og Gulli kennari
Spáð í næstu skrefum
Katrín og Jóhanna vaða Kiðá
Kiddi þrumar upp Selmúlabrekku
Miheal pósar við Vikravatn
Selfie dagsins
Gengið meðframm Vikravatni
Lambafellstjörn
Beilárheiði
Beilá vaðinn
Kvöldvaka við Torfhvalastaði
Jóhanna tekur sig vel út við Langavatn
Langavatnsá vaðin
Flottir vaðskór frá Tenerife
Michael
Hópurinn í Fossdal
Nýleg aurskriða
Selfie dagsins
Kiddi eitthvað laumulegur
Upp upp upp
Framtíðar leiðsögumenn
Hin fallegi Þórarinsdalur
Gengið í átt að Smjörhnjúk
Hlustað á mjög trúverða sögu að hætti Kidda
Shohei og Kiddi ganga í átt að Rauðkúlum
Heilleg rollu hauskúpa
Hádegisstopp við Rauðkúlur
Gulli glaður að komast í smá bað
Jóhanna sultu slök
Selfie dagsins
Gulli að skoða holu í hrauninu
Horft upp Þórarinsdal af Rauðkúlum
Hítardalur
Jóhanna
Shohei
Sunna tilbúin í rigninguna
Glæsilega Hólmshraun
Arkað í átt að náttstað
Hið magnaða Klif
Katrín og Jóhanna
Horft yfir Hítarvatn af Hólminum
Kiddi á leið niðuraf Hólminum
Micheal
Á leið í gil "dauðans"
Gulli
Hópurinn í Klifgili
Selfie dagsins
Katrín
Jóhanna og hið magnaða Sandklif
Sunna leiðir undir vökulu auga Gulla
Klifsdalur
Sunna hjálpa "kúnnum" yfir ánna
Kiddi
Hellisdalur
Nestispása
Sunna hvílir lúin bein
komið að Hlíðarvatni
Jóhanna og Katrín
Hestar við Hlíðarvatn
Stelpurnar að vaða
Hestastóð kom að kíkja á okkur
Þetta lítur út eins og ...
Jóhanna leiðir skarann
Kiddi
Síðustu metrarnir til Sveins í Staðarfelli
Svarfhóll
Hér var ég og Fríða áður en við urðum par
Loksins með létta poka
Horft inn að Glæstuvöllum
Gengið yfir heiðina
Komið niður í Haukadal
Svanir
Micheal og svanirnir
Síðasta vaðið
Hundurinn af Saurstöðum elti okkur yfir ánna
Eiríkstaðir
Selfie dagsins