Lengsta boltaða klifurleið landsins heitir Boreal og er hún um 480m löng og liggur upp á topp Kambshorns í Vestrahorni. Hún var sett upp af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævari Guðmundssyni árið 2013 eftir margra mánaða vinnu og er algjört þrekvirki. Við strákarnir klifum leiðina stuttu eftir að hún hafi verið sett upp í júlí 2013 en lentum í þoku og fengum því ekkert útsýni alla leiðina, svo lengi hefur blundað í okkur að fara þangað aftur í betra skyggni þar sem leiðin býður upp á magnað útsýni.

Það var því fyrirfram ákveðið að þegar Arnar og Bjartmar áttu smá frí inni og vildu nýta það í eitthvað spennandi að skella sér austur og klifra þessa mögnuðu leið þar sem veðurspáin lofaði góðu. Því var brunað alla leið austur á Höfn þar sem við horfðum á Ísland bursta Tyrki í undankeppni EM, það skyggði þó á aðeins á gleðina að það var ansi lágskýjað og spáin eitthvað að súrna, við héldum þó í vonina og þegar við vöknuðum daginn eftir tók við okkur heiðskýrt og flott veður. Við skelltum í okkur smá morgunmat og brunuðum að byrjun leiðarinnar þar sem við tókum okkur saman og þrykktum upp löngu grófu brekkuna upp Vestrahorn að byrjun klifurleiðarinnar í biluðum hita. Klifrið gekk vel og nokkuð hratt fyrir sig og náðum við toppnum í geggjuðu útsýni og frábæru veðri. Við höfum meðferðis tvo littla svifvængi sem við vonuðumst til að geta flogið af toppnum en þegar þangað var komið á braust sú von þar sem undirlagið var allt of gróft og bratt til að hægt væri að leggja niður vængina og fljúga niður svo við neyddumst til að síga niður og reyna að finna flugstaði eitthverstaðar á leiðinni niður. Það hafðist þegar við vorum komnir um þriðjung af leiðinni niður, en þá náðum því að stytta aðeins langa labbið niður með þægilegu glædi niður að bíl. Ánægðir með daginn tókum við okkur svo saman og brunuðum áleiðis í bæinn með næturstoppi á Kirkjubæjarklaustri.

Myndir

Bjartmar græjar sig fyrir uppferð
Boreal liggur upp Kambshorn fyrir miðju
Bjartmar með Stokknes í bakgrunni
Bjartmar í fyrstu spönn
Bjartmar í 3 spönn
Klettahaf
Bjartmar tryggir
Bjartmar í 5 spönn
Allt er mjög stórt þarna
Bjartmar með Leitishamar í bakgrunni
Bjartmar
Bjartmar
Mjög misbrött leið
Bjartmar að leita að leiðinni
Arnar
Stokknes og Bjartmar
Bjartmar kominn á toppinn að njóta útsýnisins
Toppa selfie af Arnari með Brunnhor í bakgrunni
Sigið niður
Bjartmar gengur niður Kastárdal
Arnar leitar að aftökustað
Vestrahorn