Það hlaut að koma að því að Arnar, Gummi og Óðinn færu að æfa saman markvisst fyrir eitthvað aftur, en í vetur var ákveðið að hlaupa hinn víðfræga Laugaveg þar sem við höfum verið að fikta við náttúruhlaup til að koma okkur í form aftur.
Til að við yrðum þokkalega stemmdir í þetta fórum við allir saman á undirbúningsnámskeið hjá Elísabetu Margeirsdóttur hjá Náttúruhlaupum, en hana hittum við í Chamonix árið 2011 þegar hún var í hlaupakeppni umhverfis Mt. Blanc á sama tíma og við vorum að klifra í háfjöllunum. Svo vildi til að marklínan var beint fyrir utan hótelið okkar og vorum við einmitt á svæðinu þegar hún kláraði.

Við höfðum allir okkar hátt á æfingum og undirbúningi, en reglulegar æfingar voru á miðvikudögum og laugardögum meðan hina dagana var unnið eftir æfingaprógrammi á eigin vegum. Þetta reyndist vera flott fyrirkomulag og bættum við okkur alveg helling á tímabilinu. Utan þessara föstu æfinga vorum við í sitt hvoru sportinu. Arnar var að stunda crossfit samhliða þessu, Gummi fór á Esjuna fyrir vinnu einu sinni í viku og Óðinn stundar víkingaþrek og hjólar talsvert.

Gummi og Óðinn í undirbúningshlaupi

Að hefja utanvegahlaup sem vanur fjallamaður er kannski öðruvísi en að byrja án fjallareynslunnar, en það fékk okkur til að njóta - að hlaupa utan malbiks borgarinnar á malar- eða moldarstígum með tilheyrandi grjóti, drullu, vatni, rótum og brekkum. Þetta hjálpar mjög mikið í almennri fjallamennsku þegar maður er gangandi að þá hefur maður mun meiri kraft í göngurnar en áður. Það sem okkur vantaði hinsvegar var hlaupareynslan og að vera svona lengi á háum púls. Það er öðruvísi að hlaupa á góðum hraða með háan púls í marga klukkutíma en að ganga með bakpoka í svipaðan eða lengri tíma þó grunnlögmálin séu kannski nokkuð svipuð þegar hugsað er til baka. Orkuinntaka þarf að vera örari á hlaupunum og maður er fljótari að finna fyrir orkuleysi ef maður nærist ekki eða fer of hratt. Hinsvegar getum við notað aðeins reynsluna úr fjallamennskunni og fundið út hvaða næring hentar okkur persónulega, hverju við komum niður og hvernig það virkar á okkur.

Undirbúningsnámskeið byrjaði rúmalega 3 mánuðum fyrir Laugaveginn þar sem farnar voru lengri vegalengdir á laugardagsæfingunum, fyrst tæpa 20km sem hækkaði svo smá saman. Þar sem ekki var hægt að taka alla laugadaga frá fyrir það að mæta með undirbúningshópnum þurfti að hlaupa nokkur hlaup á eigin vegum víðsvegar um landið og Arnar hljóp í fríinu með fjölskyldunni á Tenerife. Lengsta hlaupið fyrir keppni var svo rúmlega 32km leið 3 vikum fyrir keppni þar sem hlaupið var frá Húsadal uppí Emstrur og til baka sem Arnar og Óðinn hlaupu í flottu veðri. Gummi komst því miður ekki í það hlaup en fór þess í stað sjálfur Jökulsárhlaupsleiðina frá Dettifoss niður í Ásbyrgi sem er um 32km. Eftir það var því tekið rólega og líkaminn hvíldur með auðveldum æfingum fram að keppni.

Allt í einu var svo komið að þessu, hinn langi undirbúningur búinn og nú tók alvaran við. Við gistum í Þjórsárdalnum fyrir hlaupið svo að við gátum fengið ágætis nætursvefn þar sem brottför úr bænum var um kl. 4 fyrir þá sem komu alla leið þaðan á keppnisdag. Við vöknuðum á góðum tíma, elduðum og gæddum okkur á alvöru hafragraut (með hunangi, bananabitum og mars súkkulaðibitum - namm!) kláruðum að hafa okkur til og lögðum af stað. Jón Helgi, pabbi Gumma keyrði okkur svo í Landmannalaugar morguninn fyrir hlaupið og tók myndir af okkur við ræsingu.

Óðinn í Heiðmörk

Veður var bara býsna gott á keppnis dag og vorum við furðu afslappaðir og vel stemmdir í hlaupið miðað við verkefnið sem beið okkar. Úskýringin er sennilega sú að sjálfstraustið var hátt eftir að hafa farið í geggnum þetta undirbúningsprógram, en þar fór okkur talsvert fram í hlaupum. Hlaupurum var skipt í 4 rásflokka miðað við áætlaðan hlaupa tíma keppandana sjálfra. Óðinn hafði staðið sig sérlega vel í undirbúningnum og setti markið að hlaupa undir 7 tímum og var því settur í fyrsta ráshóp sem var startað 5 mín. á undan Arnari og Gumma sem voru í 2. ráshóp. Hlaupið byrjaði rólega og augljóst var að flestir voru meðvitaðir um lengd hlaupsins og var því hlaupið mjög rólega til að byrja með. Hlaupið gekk mjög vel þar sem aðstæður voru frábærar, lítill snjór var um og við Hrafntinnusker, hægur vindur og hitastig þægilegt til hlaupa. Óðinn var hraðastur okkar og var þó nokkuð á undan allan tíman enda með 5 mínútna forskot. Gummi og Arnar hlaupu að mestu saman alveg framm að Álftavatni en þar urðu þeir aðskila enda í svona löngu hlaupi þá eru allir með sinn hraða og því erfitt að hlaupa saman.

Næring og agi eru algjörlega lykil atriði til að klára svona hlaup og gekk að mestu vel hjá okkur en sérlega vel þó hjá Arnari sem átti mjög gott hlaup þar sem hann náðu undir sínu setta takmarki og kom í mark 13 mínútum á eftir Óðni. Gumma gekk líka vel að mestu en lenti þó á veggnum sem hægði aðeins á honum í smá tíma og kom því um 30 mínútum á eftir Arnari á þó fínum tíma.

Eftir hlaupið komu Halli (bróðir Gumma) og Hugrún og tóku á móti okkur í Húsadal. Þar var farið í sturtu eftir hlaupið og við fengum okkur heitan mat oþh. áður en við fengum okkur nokkra langþráða bjóra um kvöldið í góðra vina hópi.

Myndir

Óðinn í Heiðmörk
Óðinn í Búrfellsgjá
Óðinn í Búrfellsgjá
Gummi í Búrfellsgjá
Óðinn
Óðinn og Gummi
Óðinn
Gummi á Helgafelli
Æfing í Búrfellsgjá
Æfing
Arnar í listhlaupi
Frá hlaupi Arnars á Tenerife
Rúna i Hvítasunnuhlaupi Hauka
Frá æfingahlaupi í Emstrur
Frá æfingahlaupi í Emstrur
Frá prufukeppni OR um hengilinn
Allt gert klárt fyrir keppnina
Gummi, Arnar og Gummi í Landmannalaugum
Óðinn í Landmannalaugum
Hluti æfingahópsins
Hópurinn
Gummi, Arnar, Sandra og Arnar
Allir klárir
Hlaupið að fara af stað
Óðinn og Arnar
Gummi og Sandra
Arnar
Komin upp í Laugahraun
Að nálgast Brennisteinsöldu
Gummi lítur til hægri í átt að Vondugiljum
Sjálfur eru algengar á hlaupum
Horft til baka að Brennisteinsöldu
Sandra
Hildur og Arnar
Smá snjór eftir á stöku stað
Rúna í Hrafntinnuskeri
Helgi
Helgi
Að koma í Jökultungurnar
Gilin í Skerinu geta verið flott
Að nálgst Jökultungur
Í jökultungubrekkunni
Eftir Álftavatn er haldið í átt að Stóru-súlu
Það er göngubrú yfir Kaldaklofskvísl
Að koma í Emstrur
Brúin yfir Fremri-Emstruá
Óðinn kemur í mark
Arnar kemur í mark
Gummarnir koma í mark