Jólaskessan var að þessu sinni klifinn á öðrum degi jóla eins og svo oft áður og var Magnús Stefán með Gumma að þessu sinni. Aðstæður þessi jólin voru í erfiðari kantinum þar sem enginn ís var í klettabeltunum, heldur eingöngu snjór og snís (snjófylltur ís sem heldur engu álagi) á klettum og steinum. Einnig var kærkominn mosi af og til í leiðunum, en hann er alltaf góður til klifurs þegar maður er ekki að leita að tryggingu.

Veðrið var þokkalegt framanaf, mjög grá birta þegar birta tók og svo jókst vindurinn smátt og smátt með deginum. Útsýnið var einnig þokkalegt fyrri partinn, en þegar við höfðum náð toppnum fór að þyngja yfir og kom þoka yfir okkur af og til.
Þegar við komum niður og undir Skessuhornið tók á móti okkur góð hríð og þurftum við að setja upp skíðagleraugu um stund. Ferðin tók í heild (úr bíl í bíl) rétt rúmar 7klst sem er svona með lengri ferðum þegar maður fer léttur, en aðstæður voru þannig að maður fór hægt en örugglega.

Nú fer að verða langt síðan við flugum af Skessuhorni, en það kemur að því aftur. Það var hugsanlega hægt á jóladag samkvæmt vindaspánni, en skýjahulan/skyggnið leit ekki eins vel út þann dag.
Gaman var einnig að rýna í norðurvegginn nú eftir að hafa klifið hann. Þó enginn ís sé kominn þar horfir hann aðeins öðruvísi við. En nú er Skarðshornið sá þekkti norðurveggur sem Gummi hefur ekki klifið í Skarðsheiðinni.

Myndir

Skuggamynd á leið á Skessuhornið
Gummi að komast að rótum Skessuhorns
Magnús að koma uppá hrygginn
Magnús að hliðra inn í leiðina
Gummi
Magnús
Magnús
Magnús klifrar
Gummi klifrar
Gummi klifrar
Gummi
Magnús
Magnús
Skarðshorn, Heiðarhorn, Ölver og Hafnarfjall
Magnús
Gummi
Gummi
Magnús
Magnús
Raninn sem tengir Skessuhorn við Skarðsheiðina
Norðurveggurinn
Horft til baka