Fyrstu tvær helgarnar í maí átti Gummi að fara á Sveinstind og Þverártindsegg með Hjalta frá FÍ en vegna Covid ástandsins var ákveðið að fara báðar ferðirnar seinni helgina þegar létt hafði á samgöngubanni.
Því skiptum við Hjalti liði, Hjalti fór á Sveinstind og Gummi ásamt Arnari tók umsjón með Egginni.

Með í för voru einnig þrír aðrir flottir fararstjórar, Bjarni Már, Guðjón og Kári. Saman leiddum við 22 fjallaþyrsta farþega upp þessa flottu alpaleið úr Kálfafellsdal og upp á Þverártindsegg.

Ætlunin var að leggja af stað frá Gerði kl. 2 aðfaranótt laugardagsins en þegar við vöknuðum kl. 1 mökksnjóaði og spáin búin að fresta góða veðrinu um 3-4 klukkustundir. Þá tókum við þá ákvörðun að seinka för til kl. 5 en þrátt fyrir seinkunina þá var enn hressileg snjókoma kl. 5. Þrátt fyrir það lögðum við af stað með hjálp heimamanna Blue Iceland.
Þegar við vorum að verða hálfnuð inn Kálfafellsdal opnaðist himininn einfaldlega og við blasti fjallasalurinn umvafinn bláum himni.

Í ár var snjór með mesta móti og höfum við ekki séð skaflanna ná alveg niður í dal áður. Fyrir utan að öll jörð var hvít um morguninn og 10-30cm púður yfir öllu þó fljótlega hafi tekið upp snjóinn á botni dalsins.
Uppferðin gekk vel, enda þægilegt að fara upp snjóbrekkur og voru snjóalög bara nokkuð góð. Púðrið var mjög þurrt og létt ofaná gömlum snjó sem var aðeins votur eftir snjóbráð daganna á undan. Hliðrunin var því einföld einnig sem við sáum marka fyrir sporum sem okkur sýndist vera eftir 2 aðila.

Brekkan upp á öxlina af Skrekk var þokkalega brött í þetta skiptið og var færið þokkalegt á köflum þó að á nokkrum stöðum hafi maður stigið niður í gegnum gamla snjóinn undir púðrinu og jafnvel uppfyrir hné.
Á toppnum var flott útsýni og virtum við fyrir okkur austanverðan Öræfajökulinn, Mávabyggðir, Esjufjöll, Kverkfjöll, Svöludal og fjöllin nær okkur kringum Kálfafellsdal. Ekki var skyggni í norðaustur að Snæfelli, en að sjálfsögðu blasti Snæfell syðra við okkur.

Niðurgangurinn gekk hægar, brattar fannir töfðu okkur svoldið og ekki síst neðst þar sem yfirleitt eru malarhryggir. Þar voru nú ansi brattar fannir sem við ákváðum að lokum að leggja línur í sem fólk gæti stutt sig við á leið niður brattasta kaflan.

Gangan tók því um 12 tíma frá bíl í bíl sem er aðeins lengur en að meðaltali á þessari leið, en snjóþyngsli töfðu það ásamt því að smá aukatími fór í að halda 4m reglunni að leiðarljósi meðal þátttakenda. Það er erfiðara en það hljómar.

Ferðin tókst hinsvegar ágætlega og kom hópurinn brosandi til byggða eftir sólríkan dag á fjöllum þar sem alpaáhrifin blása innblæstri í þá sem þar fara. Við þökkum fyrir okkur.

Myndir

Hreindýr á beit við Jökulsárlón
Allt hvítt á laugardagsmorgni
Horft til baka yfir Kálfafellsdal
Brattar fannir
Kominn upp hrygginn
Kominn upp hrygginn
Kári búinn að skoða hliðrunina
Á Skrekk
Á Skrekk
Horft yfir Skrekk
á jökli
á jökli
á jökli
á jökli
Snæfell
Áfram er haldið upp
Gengið um sprungusvæði
Gengið um sprungusvæði
Á jökli
Á jökli
Á jökli
Á jökli
Komin á brúnina við Eggina
Horft yfir Breiðamerkurjökul, Veðurárdalsrönd áberandi
Þverártindseggin
Arnar ánægður með útsýnið
Gamlir skólabræður á toppnum, Arnþór og Arnar
Svo var haldið niður
Þegar allir voru búnir að koma upp var komin troðin hraðbraut
Á leið niður
Á leið niður
Á leið niður
Á leið niður
Á leið niður
Á leið niður
Á leið niður
Snæfell aftur
Komin yfir hliðrunina
Á rananum áður en mesti brattinn kom