Við höfum ekki verið neitt sérstaklega duglegir að fara á fjallaskíði uppá síðkastið svo það var tekið vel í það þegar Arnar stakk uppá því að draga fram skíðin í lok apríl.

Fyrst var farið á Nesjavelli þar sem Arnar, Gummi og Óðinn gengu á skíðunum upp í dásamlegu vetrarveðri. Þegar upp var komið tók Arnar eftir því að skíðin voru eitthvað vanstillt og náði hann því ekki að festa hælinn þegar komið var að því að skíða niður. Það eina í stöðunni var því bara að renna sér niður með lausan hælinn að telemark stíl sem reyndist nokkuð slungið en hafðist þó.

Seinni ferðin var svo farin nokkru síðar þegar Óðinn stakk uppá því að þvera Snæfellsnes frá Kálfavöllum uppá Helgrindur og niður í Grundarfjörð. Arnar tók vel í þá hugmynd, enda lengi ætlað að ganga á Heldgrindur. Þar sem við þurftum að skilja bíl eftir undir Kirkjufelli var farið á tveimur bílum snemma um morguninn 26.apríl í átt að Grundarfirði og þaðan svo suður á nesið á Kálfavelli þar sem gangan hófst.

Ekki var mikið af snjó í fjöllunum sunnan megin og þurftum við því að bera skíðin langa leið upp frá Kálfavöllum. Veður var frábært og vorum við ekki lengi að strunsa upp. Þegar upp var komið tók þoka við okkur á toppnum sem byrgði okkur sýn. Ansi bratt er af toppnum norðan megin og þar sem við þekktum ekki svæðið nægilega vel þá niður-klifraði Óðinn fyrstu metrana til að finna leið niður sem Arnar svo skíðaði.

Þegar Óðinn var svo kominn á skíðin tók við æðislegt rennsli niður norðurhlíðar Helgrinda. Færið var nokkuð hart efst en breyttist fljótlega í unaðslegt vorfæri með hið magnaða Kirkjufell í bakgrunni. Snjór var ekki mikill á svæðinu svo að það þurfti að þræða snjótungur niður í hinn fallega Þröskuldardal undir Mýrarhyrnu þar sem snjórinn endaði og við tók stutt labb niður í bílinn undir Kirkjufelli.

Myndir

Gengið upp frá Nesjavöllum
Gummi og Arnar
Horft til baka
Falleg gil á svæðinu
Upp upp
Græja sig
Nesjavellir
leita af leið niður
Gummi
Arnar
Gangan hefst
Urð og grjót, uppí mót
Arnar
Snjórinn nálgast
Komnir á skíðin
Arnar
Toppurinn nálgast
Arnar virðir fyrir sér dýrðina
Helgrindur
Arnar gerir sig tilbúinn
Kirkjufell lætur sjá sig
Hvar á ég að fara niður?
Óðinn finnur leið niður í þokunni
Arnar eltir
Arnar
Magnað landslag
Arnar
Helgrindur
Hið ljúfa líf
niðurleið okkar er fyrir miðri mynd
Arnar
Þetta er æði
Arnar
Arnar
Arnar og Kirkjufell
Dýrðin
Arnar
Arnar
Brosið út að eyrum
Kirkjufell
Óðinn og Kirkjufell
Völundarhús snjóskaflanna
Arnar leitar að leiðinni niður
Arnar rennur sér niður í Þröskuldadal
Óðinn með Mýrarhirnu í baksýn
Rebbi lét sjá sig
Jarðtenging
Gengið niður, Grundafjörður í baksýn
Fallegt landslag
Arnar að pósa
Ein loka brekka á leiðini niður
Arnar
Alveg að koma niðrí bíl
Horft til baka
Autt bílastæði í Covid