Þriðjudaginn 12. maí fékk Gummi skilaboð frá Haraldi hvort hann vildi ekki koma með honum að leiða hóp á Hnúkinn með viðkomu á Dyrhamri næsta laugardag. Það tók ekki langan tíma að sannfæra Gumma um það enda er óformlegt langtímamarkmið að koma á alla tindanna á Öræfajökli og var efri Dyrhamar eftir.

Um var að ræða sérferð Ferðafélags Íslands með lítinn hóp þar sem farin var Virkisjökulsleið á efri Dyrhamar og loks Hvannadalshnúk. Þetta var flottur hópur fólks sem vildi komast í alvöru Öræfajökulsferð þar sem tekið er aðeins meira en bara Hnúkur og aðra leið en sígilda Sandfellið.

Við hófum gönguna kl. 2 aðfaranótt laugardagsins 16. maí við jökullónið við Virkis- og Falljökul eftir smá hvíld í Skaftafelli og byrjuðum á að ganga eftir sporðum þeirra í norður að Hvannadalshrygg. Við norðursporð Virkisjökuls er auðveld, smá lækkun af jöklinum að litlum dal sem leiðir upp að hryggnum. Flottir ísjakar blasa við á klettabrúnum Virkisjökuls þar sem reglulega hrynur úr honum. Allt gerir upplifunina skemmtilegri og viðburðarríkari en hefðbundna Sandfellsleiðin.

Leiðin liggur svo meðfram Hvannadalshrygg og eftir Virkisjökli þar til Dyrhamar blasir skyndilega við. Flott er að ganga framhjá honum yfir sprungusvæði og sjá kletthamrana ásamt Dyrunum gnæfa yfir uppgönguleiðinni. Í lokin er aðeins brattari kafli yfir á hrygginn sem tengir Efri-Dyrhamar við Hvannadalshnúk og undir Dyrhamri er smá pallur sem er hægt að stoppa á.

Eftir smá nestispásu var lögð lína upp Dyrhamar og sett upp gott akkeri á toppnum til að gera þetta sem öruggast. Þar sem ekki er um langan né mjög brattann kafla að ræða fengu 3-4 að klifra í einu með jöfnu millibili. Einnig var talsverður snjór sem gerði þetta þægilegra með góðum sporum.
Á toppnum voru teknar nokkrar myndir og vörðum við smá tíma á þessum flotta stað. Þvínæst var að tryggja niðurklifur hópsins og koma okkur upp á Hnúk. Það gekk vel og eftir smá nestis og prepp-pásu héldum við áleiðis á Hvannadalshnúk.

Fyrstu hópar voru að skríða upp Hnúkinn þegar við vorum að leggja af stað svo að við skelltum okkur bara í sporin þeirra. Á toppnum var köld norðanátt sem var ekki á Dyrhamri svo þá var allur klæðnaður notaður á meðan dvöl okkar þar stóð. Eftir hópmyndatöku og örnefnastopp var haldið niður sömu leið framhjá Dyrhamri og niður Virkisjökul. Nokkrar opnar sprungur höfðu glatt okkur með nærveru sinni á leiðinni upp og voru þær auðveldari á leið niður þegar hægt var að stökkva bara yfir þær, en þessi íþrótt hefur oft vakið lukku í svona ferðum.

Við komum svo niður í bíl um kl. 17, eða ~15 klst eftir að hafa lagt af stað um nóttina. Þá var ekkert að gera nema koma sér í góða sturtu og fá sér kvöldverð í Skaftafelli.

Myndir

Innst á sléttu Virkisjökuls
Komið yfir Virkisjökul
Komin aðeins upp í brekkuna
Virkis- og Falljökull
Gengið upp Virkisjökul. Svínafell og Lómagnúpur í baksýn
Farið að glitta í Dyrhamar
Nokkrar sprungur á leiðinni
Komið að Efri-Dyrhamri
Dyrnar
Nokkrar sprungur urðu á vegi okkar
Sprunga
Gengið undir Dyrhamri
Sólarstund
Rúnar virðir fyrir sér Efri-Dyrhamar
Á Virkisjökli
Á Virkisjökli
Að nálgast Dyrhamar, þarna sést leiðin upp
Á Virkisjökli
Leiðin á Efri-Dyrhamar
Tindaborg skartaði sínu fegursta og minnti á sig
Hrútsfjallstindar og Svínafellsjökull
Haraldur skoðar leiðina, Hvannadalshnúkur í baksýn
Fyrstu hópar að koma yfir Öskjuna af Sandfellsleið
Neðri Dyrhamar
Neðri Dyrhamar, hann er á listanum
Á toppi Efri-Dyrhamars
Niðurklifrað af Dyrhamri
Næsti hópur upp Virkisjökul var ekki langt á eftir okkur
Niðurklifrað af Dyrhamri
Niðurklifrað af Dyrhamri
Niðurklifrað af Dyrhamri
Þá er bara Hnúkurinn næstur
Allir hressir á milli tinda
Tindaborg og Hrútsfjallstindar séðir af Hvannadalshnúk
Á toppi Hvannadalshnúks
Svo tekur niðurgangurinn við
Gengið niður af Hnúknum
Umferð á Hnúkinn, í baksýn er hópur að fara á Sveinstind
Á niðurleiðinni blasti fyrsta verkefnið við okkur
Gengið niður á Virkisjökulsleið
Þá fóru ský að birtast
Virkis- og Falljökull
Virkis- og Falljökull
Gengið niður
Krummi kom og sníkti nestisafgangana
Virkis- og Falljökull
Stutt í stálið
Komið niður á skriðjökulssléttu Virkisjökuls
Krummi gafst ekki upp fyrren allt nestið var búið