Þverártindsegg hefur verið ein vinsælasta gönguleið landsins fyrir þá sem hafa lokið Hvannadalshnúk og vilja komast flottari leiðir hérlendis.
Af þeim leiðum sem eru farnar er þessi leið á Þverártindsegg úr Eggjardal innst í Kálfafellsdal ein sú flottasta sem hægt er að fara með gönguhópa í. Þessi leið er stutt en brött og krefst nokkurra ráðstafana til að halda öryggi fyrir hópinn.

Gummi hefur nú farið þessa leið þónokkuð oft með hina ýmsu hópa og hefur FÍ staðið fyrir þeim flestum. Á leiðinni hefur stundum þurft að klofa yfir djúpar sprungur, fara yfir ótraustvekjandi snjóbrýr, klifra brattar snjóbrekkur, þvera langa hættulega brekku í hliðarhalla með gili fyrir neðan og þvælsat upp/niður brattar lausar skriður.
Í þetta skipti voru með honum frá FÍ Bjarni, Guðjón, Hjalti og Kári. Unnum þetta sem gott teymi og skiluðum öllum heilum heim eftir þessa flottu ferð.

Í fyrra var snjór alveg niður í Eggjardal en nú var ekki snjór fyrren í nokkur hundruð metra hæð, en vegna kulda var sumsstaðar smá frost undir skriðunum svo þær voru í lausari kantinum þetta árið.
Þetta gekk ágætlega, en þó settum við upp línur á nokkrum stöðum í skriðunni til öryggis. Á toppnum fengum við fínt veður, kalda norðanátt og það var hálfskýjað svo við fengum sól af og til.

Myndir

Fyrsta brekkan
Þverártindseggin í morgunroðanum
Leiðin liggur upp brattar skriður í byrjun
Neðarlega yfir Eggjardal
Spáð í spilin
Mikill spenningur í hópnum
Þurftum að skjóta okkur yfir á annan rana
Að koamast í snjó
Snjólínan
Snjólínan
Jón að koma í snjóinn
Hjalti
Hjalti
Hliðrað framhjá klett
Allt hvítt í snjónum
Guðjón í hliðruninni
Hliðrunin þveruð. Var í þægilegri kantinum þetta árið
Gengum yfir gömul snjóflóð
Hér eru snjóflóð á Skrekk
Brekkan upp af Skrekk
Hoft til baka yfir Eggjar- og Kálfafellsdal
Hoft til baka yfir Eggjar- og Kálfafellsdal
Nokkuð snörp snjóbrekka
Þarna sést í brotstálið á Skrekk, hann er farinn að þynnast talsvert
Gengið upp öxlina
Mitt útsýni á leið upp brattasta snjókaflann
Á jöklinum
Í brattanum
Í brattanum
Næsti hópur kemur upp brattann
Ofarlega á öxlinni
Þeir sem vildu fengu að koma upp á vestri toppinn
Gummi að taka selfie með hjálp gleraugna
Lagt af stað niður
Niðurleiðin
Niðurleiðin
Niðurleiðin
Niðurleiðin
Niðurleiðin, þarna sést í annan hóp koma upp
Næsti hópur að fara upp öxlina
Guðjón og Kári að fara í línumission
Svo var bara að klöngrast niður skriðurnar
Niðurleiðin
Niðurleiðin
Niðurleiðin
Niðurleiðin