Gummi og Haraldur hafa þvælst ýmsar leiðir saman, bæði í leiðsögn og í skemmtiferðum í gegn um árin en nú fékk Gummi þann heiður að taka annað skref í leiðsögn og aðstoða Harald við að leiða hóp í þverun Vatnajökuls. Þessi ferðamáti heillar dáldið og er talsvert frábrugðin brattanum sem maður hefur hvað mest verið að þvælast í sl. 16 árin.

Þrátt fyrir að hafa átt utanbrautargönguskíði og púlku í þónokkur ár hafa þau verið allt of lítið notuð og í vetur þegar hugmyndin kom upp var rykið dustað af búnaðinum og haldið með hann í smá undirbúningstúra. Fyrst ber þar að nefna einnar nætur ferð í Landmannalaugar með Helgu Maríu og hinsvegar með Óðni yfir Langjökul, en finna má myndagreinar um báðar ferðir hér á síðunni. Báðar ferðir voru ágætis undirbúningur fyrir þessa ferð fyrir utan venjulega fjallabröltið og fjallahlaupin.

Senn leið að ferð og þegar allt var tilbúið til brottfarar tók við smá bið eftir veðurglugga, en mikill lægðagangur var yfir landið og hafði verið í nokkrar vikur. Aðrið leiðangrar höfðu farið yfir jökul og lent í smá veðurhremmingum og við vildum helst hafa þetta sem öruggast og skemmtilegast sem þýðir m.a. að hitta á réttan veðurglugga.

Loksins gaf veðrið smá glugga til að leggja af stað og komast upp í Grímsvötn þar sem við skyldum bíða af okkur eitt lægðarskot áður en við gætum svo haldið áfram austur yfir jökulinn. Þá var lagt af stað á sunnudagskvöldi úr bænum. Við fengum hann Anton til að keyra okkur uppí Jökulheima og skutlaði hann okkur alveg upp á jökulsporðinn þar sem við hófum svo gönguna rétt upp úr miðnætti á klaka svo við dróum púlkurnar með skíðunum fyrst um sinn.
Eftir nokkra km vorum við svo komin í smá snjó svo að við gátum farið að nota skíðin með skinnum til að byrja með, en svo leið ekki á löngu þangað til við vorum komin í ágætis skíðasnjó.

Við gegnum í klukkustundarlöngum lotum og tókum pásur þess á milli sem er flott fyrirkomulag í svona ferðum. Þá er borðað og drukkið nesti dagsins í þessum stoppum og spjallað ásamt því að gera að eymslum ef það þarf t.d. að setja teip á fætur eða slíkt. Við gengum um 20km þessa nótt og tjölduðum svo um morguninn og sváfum mjög vel yfir daginn þegar sólin sá til þess að ekki væri kalt í tjöldunum og veðrið var bara prýðilegt.
Kvöld- og morgunmatur fór fram í partýtjaldinu góða þar sem við mokuðum hring-gryfju svo allir geti setið í hring og eldað og borðað saman. Þetta gjörbreytir svona ferðum þar sem án slíks tjalds eru allir í sínum tjöldum og hittast lítið sem ekkert á þessum matmálstímum. Svo þegar bætt er við góðum playlista og hátalara þarf ekki að útskýra þessa kosti frekar. Í raun var ekki hægt annað en að sofa vel eftir frábæra kjötsúpu sem við tókum með okkur á púlkurnar fyrir fyrsta "kvöldið".

Næstu nótt gengum við upp á Grímsfjallið þar sem skálar Jöklarannsóknarfélagsins standa á Svíahnúk eystri. Þar komum við okkur vel fyrir, borðuðum frábæran mat sem við vorum svo heppin að hafa getað látið flytja fyrir okkur upp á fjall. Eftir matinn fórum við í gufu, glöddumst og spjölluðum þangað til haldið var til koju eftir góða daga og nú þurftum við að bíða í um 2 sólarhringa eftir að lægð gekk yfir með sínu hvassviðri.

Bjart er allan sólarhringinn á þessum árstíma, svo dagur og nótt renna dáldið saman í huga manns þegar maður er á jöklinum. Við þetta og þá staðreynd að líklegast þyrftum við að snúa sólarhringnum aftur fyrir seinni hluta ferðarinnar náði Gummi að sofa mjög lengi, eða um 16klst. Svo vel að þegar hann var að vakna var farið að undrast um þennan svefn og farið að athuga með heilsu hans. Eftir svona góðan svefn var frábært að fá sér smá að borða, spjalla, kíkja í bækurnar í hillunni og spjalla aðeins meira áður en við fengum okkur svo aftur kvöldmat, gufuferð og annan lúr áður en við skyldum halda af stað í seinni hluta ferðarinnar - í þetta skipti til að ganga að degi til en ekki nóttu.

Morguninn eftir var mesti vindurinn genginn niður svo við hófum göngu aftur á þokkalegum tíma eftir að hafa gengið frá lúxusskálanum eftir dvöl okkar þar.
Fyrstu kílómetrana var farið niður brekkuna af fjallinu á sléttuna löngu og breiðu í austurátt. Þar biðu okkur þónokkrir ógengnir kílómetrar á sléttum skjannahvítum jökli í hvítri þoku. Það að ganga í nýsnævi og þoku er ansi gefandi, þegar maður er hættur að hugsa til þess að vera hamstur í hvítri kúlu að þá verður þetta bara nokkuð skemmtilegt og krefjandi.
Þegar maður er að leiða að þá fylgist maður vel með leiðsögutækjunum, Gummi notaði mest úrið í þessari ferð en einnig GPS tæki og áttavita, að þá er maður að ganga dáldið mikið í sveigum þegar maður er ekki með viðmiðun um átt. Viðmiðunin getur verið útsýni, vindur, skafrenningur eða skuggi en við höfðum ekkert slíkt á stórum kafla sem gerði þetta mjög spennandi.

Þegar við vorum búin að ákveða næturstað og að koma okkur fyrir sáust Kverkfjöll skyndilega þar sem þau eru mjög tilkomumikil séð af jöklinum.
Frá Grímsfjalli niður Skálafellsjökul eru 3 dagleiðir, um 80km og tókum við 30km fyrri tvo daganna af þessum 3 og vorum þá komin á brún Skálafellsjökuls seinna kvöldið svo þá var bara eftir að skóta sér niður hann að veginum upp að gamla Jöklaseli.

Við kláruðum fyrir hádegið niður Skálafellsjökulinn og hittum aftur Anton sem kom og sótti okkur aftur. Öll vorum við í miklu stuði eftir að hafa klárað þessa 123km ferð okkar yfir jökulinn og var bara partý í bílnum alla leiðina í bæinn. Sungið, spjallað, hlegið og sýna hvort öðru myndir og njóta þess að hafa klárað þessa áskorun saman.

Ég vil þakka kærlega fyrir samfylgdina í ferðinni, ég eignaðist marga nýja og góða vini sem ég vonast til að hitta sem fyrst aftur, og það vonandi á fjöllum! Takk fyrir mig!
-Gummi

Myndir

Hópurinn
Haraldur
Birgir
Haraldur og Halla
Jan
Hópurinn á sporði Skálafellsjökuls
Byrjuðum á klaka og söndugum jökli
Fljótlega komumst við í smá snjó
Halla setur skinn á skíðin
Hér hjálpast allir að
Hildigunnur og Birgir
Öll komin á skíði
Nætursólin bauð okkur góða ferð
Horft til baka í kvöldsólinni
Magnús
Magnús
í nestis- og reddingapásu
Aðeins vetrarlegra þegar ofar dregur
Magnús og partýtjaldið
Tjaldbúðir
Útsýnið út um tjaldið
Harpa og Margrét
Gengið í röð
Smá snjókoma
Jóakim
Gestur
Halla
Margrét
Skyndilega birtust Svíahnúkar
Það lifnaði vel yfir hópnum við að sjá takmark dagsins
Gestur
Gummi
Haraldur
Jan
Steinunn setur skinnin á fyrir lokakaflann
Gengið upp á Grímsfjall
Gengið upp á Grímsfjall
Haraldur
Lagt af stað frá Grímsfjalli
Svona líta skálarnir út, það vantar hinsvegar einn á myndina
Brúnin hægra megin er niður að Grímsvötnum
Gengið niður að sléttu
Smá vindpakkaður snjór eftir rokið daganna á undan
Í tilefni þjóðhátíðardags var Gestur með fána
Gestur
Margrét
Jóakim var klárlega með flottustu gleraugu ferðarinnar
Halla
Þegar stafir brotna, þá þarf að spelka
Jan
Víðir
Vatnajökull er stór, og á honum er heilmikil slétta
Harpa
Steinunn
Gummi náði að brjóta sinn staf líka
Magnús reddaði okkur vel með áburði þegar hlýtt var
Steinunn og Harpa
Hópurinn í pásu
Stundum var betra að fara eigin leið fyrir snjósöfnun
Tjaldað fyrir næstu nótt
Tjaldbúðir
Aðeins farið að skafa yfir förin
Þjóðhátíðarstemmning í tjaldbúðum
Jan bræðir snjó
Tjöldin tekin saman
Á rennsli niður Skálafellsjökul
Magnús á Skálafellsjökli
Stelpurnar fagna við jökulsporðinn
Strákarnir fagna við jökulsporðinn
Það var skemmtilegt að renna sér niður brekkurnar
Margrét
Í sælunni eftir að hafa klárað jökulinn
Harpa með lukkudýr ferðarinnar
Ánægður og sæll hópur
Ánægður og sæll hópur
Hildur
Haraldur
Hildigunnur og Harpa
Auðvitað var nauðsynlegt að stoppa í ís á leiðinni
Bónusmynd úr síma, nývaknaður
Bónusmynd úr síma, ísskegg