Þá eru jólaferðirnar hans Gumma á NA-hrygg Skessuhorns orðnar jafn margar og jólasveinarnir, en í dag fóru Gummi og Arnar ásamt Söru Björg sem var gestaklifrari dagsins sem einfaldlega þrumaði þetta upp með okkur og stóð sig mjög vel. Ekki nóg með það heldur náði hún líka myndum af Gumma sem gerist ansi sjaldan í svona ferðum.

Aðstæðurnar voru heldur óvenjulegar, mjög lítill snjór austan megin í fjallinu og í aðkomunni eftir hlákuna sem gekk yfir fyrir jólin. Hryggurinn sjálfur var í prýðilegum klifuraðstæðum, mikið af frosnum mosa og hægt að húkka og torka axirnar í klettbeltunum. Snjór var á milli hafta og upp nokkrar rennur og var hann alveg glerharður þar sem komið var gott frost eftir hlákuna.
Klifrið upp gekk mjög vel og vorum við bara á fínum tíma uppi við vörðu þar sem við fengum okkur langþráðan kaldan bjór við tilefnið.

Leiðin niður var hinsvegar í erfiðari kantinum í þetta skiptið þar sem mun meiri snjór var þar og alveg glerharður eftir samspil hlákunnar og frostsins sem er komið núna. Þó að það hafi hægt talsvert á okkur komum við niður í bíl fyrir myrkur og þoku sem var að koma yfir svæðið.
Við sáum einnig annað 4 manna teymi fyrir neðan okkur sem væri gaman að vita hverjir voru. Alltaf gaman að sjá fólk á fjöllum.

Nú þarf Gummi að fara að finna eitthvað nýtt til að telja eftir þar sem allir jólasveinarnir eru komnir, en það verður að sjálfsögðu farið aftur að ári.
Einhverjar umræður komu upp um hversu lengi ætti að halda úr þessa hefð, en engin niðurstaða komst í málið. Ætli það fari ekki bara eftir heilsu og hversu illa Gummi fer úr elliglöpum þegar þar að kemur?

Myndir

Gangan byrjaði í myrkri, þó erum við kominn vel af stað hér.
Skessuhornið tók á móti okkur í tunglsljósi.
Arnar og Sara koma upp aðkomubrekkuna.
Lítið eftir af þessari brekku.
Að komast upp á brún.
Á leið upp í hrygginn sjálfan af öxlinni.
Sara
Nóg af frosnum mosa, hann var þó með sama frostmynstri og steinarnir.
Það þarf oft að brýna axir eftir svona ferð.
Arnar
Gummi
Nokkuð mörg stutt höft.
Mosinn fær að finna fyrir því, og stundum axirnar.
Með fyrstu höftunum.
Ef mosinn hefði ekki verið svona frosinn hefði þetta orðið mun erfiðara.
Arnar
Arnar
Sara
Sara í mosaklifri.
Sara
Arnar
Arnar
Sara
Arnar
Arnar
Sara
Á toppnum með Skarðshorn og Heiðarhorn í baksýn.
Tengihryggurinn flotti.
Arnar og Gummi
Skarðsheiði
Gummi og Arnar
Arnar og Sara
Sara brýnir broddanna á grjótinu.
Leiðin sem við klifruðum solo 2006.
Norðurveggurinn, frekar íslítill ennþá.