Áður en gönguhópurinn kom út fórum Gummi og Haraldur aðeins á undan til að kanna aðstæður í fjöllunum og komast í smá alpafjör. Þetta er í fyrsta sinn sem við klifrum saman utan landsteinanna og vonandi ekki í það síðasta.

Fysta planið var að klifra tönn risans (Dent du Géant) og allt virtist ætla að ganga upp þrátt fyrir að hafa rétt náð síðasta kláf upp í Torino hut en þá töluðu allir um það í skálanum að allir hafi hætt að fara þangað vegna mikils grjóthruns í aðkomunni vegna hitabylgju sem geysaði yfir svæðið. Þá er svo mikil bráðnun í háfjöllunum að miklar skriður hafa verið að falla og einnig yfir leiðina upp að tönninni og Rochefort hryggnum.

Þá var bara að finna eitthvað annað verkefni í flýti og ákváðum við að gera eins og flestir sem þó voru þarna að fara Aiguilles d'Entrèves. Það er fínasta traversa, en bæði styttri og auðveldari en tönnin góða.

Þetta byrjar á brölti í einskonar granít grjóthrúgu eins og svo margt annað á svæðinu, en fljótlega verður þetta betra og grjóthrúgan verður aðeins fastari fyrir.
Leiðin liggur upp hrygg sem er með nokkrum hreyfingum á áður en sigið er niður austan megin þar sem við tekur smá grjótbrölt niður á jökulinn aftur.

Við klikkuðum alveg á að taka mynd af okkur við nálina á leiðinni, en þetta virðist vera einn af vinsælustu instagram stöðum á svæðinu. Gummi náði hinsvegar mynd af öðrum pósa á henni. Munum þetta næst.

Einnig urðum við að prófa svona Via Ferrata leið sem eru frægar sumsstaðar í ölpunum. Þá vorum við aðeins að skoða hvernig fílingurinn í þessu væri og einnig hvort hægt væri að fara með fólk í slíkar leiðir.
Leiðin sem við fórum í við Chamonix var bara ágæt, en vírabrýr gerðu hana mjög eftirminnilega.

Eftir Ferröttuna fórum við svo í venjulegt klettaklifur og tókum nokkrar skemmtilegar leiðir í Las Gaillands svæðinu í miklum hita.

Myndir

Tönninn stóð sína vakt og ullaði á okkur
Haraldur
Tacul t.v. og Midi t.h.
Hvíti dalurinn
Nóg af sprungum þarna
Aiguille du Plan og Chamonix Aiguilles
Midi og millistöð Helbronner
Sprungur
Sprungur
Á snjóbrúm skal stoppa og taka mynd
Haraldur og Grand Capuchin í baksýn
Yfir jaðarsprunguna
Horft áleiðis
Grjóthrúgan góða
Bröltspönn
Að koma á fyrstu brún hrúgunnar
Hér sést aðalhluti leiðarinnar, nálin fræga er fyrir miðju
Haraldur
Hér vorum við að bíða eftir að hinir héldu áfram
Instagram stoppið
Héldum pressunni á þessum
Enn bættist við í leiðina
Hér var sigið niður
Haraldur á leið aftur á jökulinn
Komnir niður á jökul aftur
Aiguille Verte til vinstri, 4000m tindur sem er á listanum
Tönnin vakti yfir okkur
Mikil bráðnun í hvíta dalnum
Haraldur
Sprungufjörið
Þessi var í þrengri og dýpri kantinum
Sumsstaðar voru trébrýr
Framlengingin nær ekki einu sinni niður lengur
Komum hér upp en fórum samt ekki öfugir ofaní neitt
Torino hut á Ítalíu
Á leið í Via ferrata
Þetta þarf ekki alltaf að vera erfitt til að brosa
Áhugaverð 3 víra brú
smá brattur kafli hér
Áhugavert en nokkuð skemmtilegt þó
4 víra brúin
Chamonix í baksýn