Í undirbúningi fyrir Sprengisandsleiðangurinn árið 2022 var miðað við að ljúka göngunni með að koma suður af Mýrdalsjökli. Það gekk hins vegar ekki eftir þar sem veðrið neyddi okkur til að bíða af okkur nokkra daga sem varð til þess að við vorum sóttir eftir 10 daga við Þórisvatn en við höfðum ráðgert 14 daga til að komast yfir Mýrdalsjökul. Á þeim degi var næsta risa lægð að skella á og því var ákveðið að stoppa þar.

Nú um páskanna voru nokkur verkefni á kortinu, en þetta varð fyrir valinu þar sem besta veðrið var á þessu svæði. Spáin gaf hins vegar til kynna að mikið rok væri í vændum yfir páskahelgina og því fórum við nær Landmannalaugum til að vera ekki eins lengi. Einnig spilaði í ákvörðunina að ekki var mikill snjór frá Þórisvatni og að Sigöldu.

Gummi Ingimars, vinur okkar keyrði Gumma og Óðinn til fjalla og stoppuðum við nærri Bjallavaði. Nánar tiltekið rétt norðan við rimlahliðið þar sem friðlandið byrjar. Þar var mjög hart færi og ekki mikill snjór, en nóg til að halda skíðunum af hrauninu.

Við vorum komnir í Landmannalaugar uppúr hádegi eftir um 15km göngu. Þar tókum við smá pásu, hittum nokkra hressa jeppamenn og fengum okkur næringu.
Fljótlega héldum við áfram upp í hraunið og settum stefnuna á Hrafntinnusker. Á veturna er þægilegra að fara vestan megin í Brennisteinsölduna, en þar þarf svo að skera yfir gil sem nær hátt í ölduna.

Eftir Brennisteinsöldu tekur við flott og spennandi landslag. Mikið af giljum, hverum og útsýni í allar áttir. Það að draga púlku ofaní og uppúr giljunum er hins vegar krefjandi og ekki allra. Siggi ljósmyndari, vinur okkar sagði líka að við höfum verið í fjallamennsku á þessum kafla með flatlendisgræjur. Sérstaklega þegar Gummi setti upp línu til að halda í Óðinn í einu gilinu.

Fyrstu nóttinni var eytt ofan við Stórahver, rétt áður en komið er í Hrafntinnusker. Við vorum búnir að fá nóg þann daginn, og einnig vissum við að lítið sem ekkert samband er í Hrafntinnuskeri og því betra að stoppa þarna til að hafa samband við okkar fólk.

Nóttin var bara fín og vorum við fljótir í Hrafntinnusker daginn eftir. Skálarnir í Hrafntinnuskeri eru ill-aðgengilegir vegna snjóalaga svo við vorum ekkert að kíkja á þá heldur fengum okkur pínu hressingu og héldum áfram í átt að Jökultungum.
Nokkur erfið gil eru á þessari leið þegar við komum nær brúninni ásamt brekkunni frægu niður tungurnar sjálfar. Þessi gil tóku smá orkutoll, en eru mjög skemmtileg - sérstaklega eftirá.

Fyrir neðan Jökultungurnar fengum við eina rokið á okkur í ferðinni. Þarna blés hressilega í bakið á okkur og gátum við notfært okkur það aðeins til að komast fljótt í Hvanngil en við tókum strikið beint þangað í stað Álftavatns til að losna við nokkur gil þar á milli. Í Hvanngili tókum við smá hressingarpásu áður en við héldum svo áfram út á Mælifellssand.

Við beygðum útaf Laugaveginum sunnan við Kaldaklofskvísl og í raun á sama stað og vegurinn liggur þangað. Við tókum línuna norður fyrir Bláfjöll til að koma þægilega austarlega á Mýrdalsjökulinn og tjölduðum norðan undir þeim áður en við tókum beygjuna í suður í átt að jökulsporðinum. Aftur tjölduðum við þar sem samband var.

Síðasta daginn ákváðum við að þramma yfir allan jökulinn þar sem talsverð vindaspá var fyrir sunnudaginn. Við tjölduðum tæpa 3km frá jöklinum svo að við byrjuðum mjög fljótlega að hækka okkur upp. Hækkunin er frá um 600m hæð af Mælifellssandi og í rúma 1370m eða rúma 700m hækkun. Þegar upp er komið tekur við löng slétta þar sem er einnig sambandslaust. Skyndilega sást í bæði Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar áður en brött og hörð snjóbrekkan niður af jöklinum tók við.

Þegar við komum að snjólínu í rúmum 500m fengum við okkur að borða auka þurrmatspakka áður en Gummi kom og sótti okkur aftur, nú sunnan við Mýrdalsjökul.

Myndir

Við upphaf ferðar
Gummi
Byrjuðum rétt norðan við Bjallavað
Gummi reynir að fylgja leiðbeiningum um hámarkshraða
Óðinn þræðir snjóinn í hrauninu
Gummi að komast í vosbúðina við Hnausapoll
Þetta skilti er á skemmtilegum stað
Óðinn
Gummi
Gummi á veginum rétt við Laugar
Norðurbarmur
Vegurinn er illfær eins og er en við nenntum ekki að vaða
Landmannalaugar
Engin göngubrú, en sem betur fer voru bitarnir þarna
Hér byrjaði puðið, fyrsta brekkan upp frá Laugum
Í Laugahrauni
Í Laugahrauni
Í Laugahrauni
Í Laugahrauni
Í Laugahrauni
Brennisteinsalda
Undir Brennisteinsöldu
Óðinn
Horft til baka til Landmannalauga og Laugahrauns
Við fórum upp vestan við Brennisteinsöldu
Sunnan í Brennisteinsöldu
Sunnan í Brennisteinsöldu
Sunnan í Brennisteinsöldu
Á Laugaveginum
Á Laugaveginum
Laugahraun og Bláhnúkur
Gummi
Óðinn
Óðinn með Brennisteinsöldu í baksýn
Óðinn
Gummi
Óðinn
Gummi við hverasvæði
Hverasvæði
Á leið yfir gil við Stórahver
Í nágrenni Stórahvers
Óðinn í gili
Fyrsti tjaldstaðurinn. Þetta er þar sem snjóskaflinn byrjar venjulega
Gummi
Höskuldsskáli við Hrafntinnusker
Hrafntinnusker
Gilin við Hrafntinnusker
Gilin við Hrafntinnusker
Tindfjöll í fjarska
Óðinn
Gummi
Næsta gil
Óðinn réðst á þessa brekku
Ljós og skuggar
Endalaus gil, hér hefði verið gott að vera með dróna
Laufafell með smá skýjahatt
Ein brekkan enn
Óðinn
Komið smá útsýni á syðra-fjallabak
Gummi að njóta útsýnisins
S-fjallabak
S-fjallabak
Óðinn
Jökultungur
Torfatindar, Sáta og Tindfjöll í baksýn
Óðinn
Oft þarf að taka skíðin af í þessu færi
Enn eitt gilið
Gummi í einu gilinu
Svipmyndir
Svipmyndir
Svipmyndir
Svipmyndir
Svipmyndir
Óðinn
Í einu gilinu
Óðinn
Gummi
Syðra-fjallabak
Gummi
Þessi brekka var með þeim erfiðari
Óðinn í miðjum brekkudrætti
Svipmyndir
Laufafell
Gummi á leið niður Jökultungur
Gummi
Stórasúla, Brattháls, Hattafell, Illasúla, Torfatindar og stóra Grænafjall. Í bak sést í Eyjafjallajökul og Tindfjöll
Gummi
Gummi
Óðinn
Komnir niður
Vegvísir
Hér tókum við svo stefnuna á Ófæruhlíð
Gummi
Óðinn
Brúin við Kaldaklofskvísl
Bláfjöll á Mælifellssandi
Seinni nóttin var við NA horn Bláfjalla
Hér sést svo í Sléttujökul
Óðinn
Jaðar Sléttujökuls
Gummi
Gummi
Gummi
Loks sáum við í Eyjafjallajökul
Og Vestmannaeyjar
Óðinn
Gummi
Byrjuðum á að renna okkur aðeins í hjarninu
Hér fór að blása aftur