Mig hefur lengi langað til að ganga Jakobsveginn en ekki verið tími né aðstæður til þar til þær sköpuðust nú í mars. Ég flaug út þann 21. febrúar til Parísar.

Gummi minn kom með mér og gekk með mér þrjá fyrstu dagana.
Frá París var flogið áfram til Bayonne í Frakklandi og gistum við þar. Við vöknuðum snemma og tókum lest til St.Jean Pied de Port, fengum þar vegabréf, skráningu og hófum gönguna. Fyrsti dagurinn var langur og nokkuð erfiður. Við fengum gott veður nema seinni partinn þá fór að rigna. 25 km. dagur. Gistingin fyrstu nóttina var í gömlum kastala, við höfðum ekki svefnpoka og gátum ekki fengið teppi þannig að við notuðum föt og það sem við höfðum til að breiða yfir okkur. Seinna fékk ég mér svefnpoka. Daginn eftir var ágætis veður og gengum við þangað sem við ætluðum að gista en þá var enga gistingu að hafa. Við fórum því lengra þar til við fundum gistingu. Þriðji dagurinn gekk vel, var heldur styttri. Þennan dag fór Gummi áleiðis heim en hann flaug heim daginn eftir frá Madrid. Það var pínu erfitt að horfa á eftir honum og standa einn eftir og allir þessir km. eftir en ég svaf vel um nóttina og hélt áfram veginn.

Næstu daga voru rigningar og íslenskt veður en mér gekk ágætlega, fann þó fyrir álaginu á fæturna. Þarna hitti ég Parísarbúa og gekk með þeim í nokkra daga, elduðum saman eitt kvöldið. Tveir þeirra töluðu ensku, einn bara frönsku. Þeir skömmuðu mig fyrir að ganga allt of hratt og gekk ég þá af mér og sá þá ekki meir. Á þessum fyrsta hluta var ekki mikið um göngufólk en þó alltaf eitthvað. Sums staðar í minni þorpum var bara ein gisting opin og gat verið 20 km. í næstu gistingu einnig var oft langt á milli veitingastaða þannig að ég þurfti að eiga helst morgunmat og eitthvað til að borða um miðjan daginn en það var ekki alltaf sem ég átti eitthvað að borða og það gat verið komið fram undir hádegi þegar ég fékk eitthvað að borða eða fyrsta kaffisopann en ég kunni þessu bara vel og lagði yfirleitt snemma af stað og var kominn á áfangastað um kl. 2. Dagurinn þegar ég kom til León var efiður, rigning og slagveður, slydda og snjókoma. Blautur og þreyttur fékk ég mér hótel um nóttina, þurrkaði fötin og svaf vel en ég þurfti meiri hvíld. Fór svo á pílagrímagistingu og jafnaði mig í fótunum eftir erfiðið.

Svona liðu dagarnir, alltaf að hitta nýtt fólk og smátt og smátt fjölgaði fólkinu, það stytti upp en var áfram kalt og hentaði það mér bara vel. Ég klæddi af mér veðrið þegar þess þurfti og gekk bara rösklega. Þrisvar þurfti ég að stoppa og hvíla fæturna og mig en var ótrúlega fljótur að jafna mig. Þegar 150 km. voru eftir var ég orðin pínu langþreyttur en hugsaði með mér að ég færi ekki að gefast upp núna og setti markið á 100 km. Þá fjölgaði mjög á stígnum því 15 ára skólakrakkar voru að ganga þessa 100 km. til Santiago. Margir hópar með kennurunum sínum og þeir tóku líka gistiplássið þannig að stundum var smá vesen að finna gistingu. En ég kláraði þann 20. mars til Santiago hafði þá gengið 779,5 km. á 27 dögum. Þreyttur en ánægður fann ég mér gistingu og svaf vel.

Halli minn kom svo út til mín þann 23. og voru það fagnaðarfundir. Hann ætlaði að ganga með mér síðasta spölinn en ég var búinn þegar hann kom. Við fórum hins vegar út á heimsenda eða til Finesterre sem er við sjóinn og áttum góðan dag þar. Síðan komu Gunna, konan mín og Beta, dóttir mín út og áttum nokkra daga saman en þá höfðu börnin mín þrjú og konan mín öll tekið þátt í þessu með mér. Við flugum svo heim frá Madrid 29.mars.
Jón Helgi Guðmundsson

Myndir

Við upphaf göngunnar í St. Jean Pied de Port
Við upphafið
Í St. Jean Pied de Port
Fljótir að komast úr þorpionu
Frönsk sveit
Ennþá í Frakklandi
Svín á beit utandyra
Mjög gömul hús
Merkingar víða í götum
Komnir til Spánar
Skóglendi
Gummi
Jón
Leiðin er vel merkt
Stígur á leiðinni
Gamalt hús
Fallið tré á stíginn
Á stígnum
Snjór á degi 2
Það styttist, aðeins 755km eftir
Þorp á norður-Spáni
Mikið af steinbrúm
Enn ein steinbrúin
Jón
Jón og Gummi
Sniðug brú hér
Skógarstígur
Við Gummi
Steinbrú
Spænsk sveit
Jón að ganga
Brú nærri Pamplona
Flott brú
Úthverfi Pamplona
Tekið út um glugga á gististað
Kastali
Húsasund
Gististaður
Týpískur gististaður
Með vertanum
Vegvísar segja til um vegalengd til næstu bæja
Ýmsir fánar
Í Rioja rauðvínshéraðinu
Með vegahandbókina
Að nálgast Santo Domingo de la Calzada
Uppgefinn hjólari
Skelin
Þessi tré voru víða
Loksing bekkir til að setjast niður
Á frægri götu
Vegvísi varpað á kirkjuna
Klassískur bar á leiðinni
Vatnsbrunnur
Kirkja í Burgos
Fékk myndaskipti hér
León
Disney kastali
Pólverji sem ég kynntist
Aðstaða við gististað
Kastali í Ponferrada
Kastali í Ponferrada
Kastali í Ponferrada
Kastali í Ponferrada
Kastali í Ponferrada
Kastali í Ponferrada
Áfram gakk
Fallegt umhverfi
Fallegt umhverfi
Hér er gamall borgarveggur
Nokkuð dæmigerð pílagrímsmáltíð
Hér hafði snjóað talsvert
Gististaður
O Cebreiro
O Cebreiro
Útsýni frá O Cebreiro
Að leggja af stað frá O Cebreiro
Fræg stytta við Pedrafita do Cebreiro
155km eftir
Þreytan aðeins farin að láta á sér kræla
Mjög gömul kirkja, trúlegast frá um 1000
Gömul matarkista
Mosavaxið hlið
Vatnsþró
Skógargöng
Notalegt kaffihús
Sá í gula er frá Kaliforníu
Víða hægt að komast í vatn
Hér eru aðeins 100km eftir
Dæmigerður gististaður, var heppinn að vera einn í þessu rými
Morgunkaffi
Hér styttist, 52,5km eftir
Það voru fleiri á stígnum
Farið að hlýna í lokin
Flottur bar
Hér eru aðeins 31km eftir
10 km !
Þreyttur pílagrímur kominn á áfangastað
Halli kominn
Vitinn við heimsenda, Cabo Finisterre
Beta og Gunna komnar líka
Við Gunna við kirkjuna í Santiago