Við gengum 3 á Heklu, ég, pabbi og Addi stuttu áður en við pabbi héldum útá Mt. Blanc.
Þetta var ágætis ferð, við gengum frekar hratt upp. Það var mikil þoka þegar við lögðum af stað, við náðum síðan yfir hana og sáum marga tinda standa uppúr skýjunum, og svo fóru skýin alveg og þá sáum við yfir allt.. þetta var mjög skemmtileg upplifun.

Myndir

Hér erum við að komast uppúr þokunni, á myndinni er Gummi.
Addi og Gummi í smá hvíldar-/nammipásu
Jón og Gummi komnir skýjum ofar, flott hvernig sumir tindar standa uppúr skýjunum.
Hér erum við komnir á toppinn, og skýin fokin burt.
Gummi og Jón Helgi á toppnum.
Hér sést yfir tindfjöll og Eyjafjallajökull sést standa uppúr öllu þarna aftast.
Hérna lögðum við af stað að ganga, ennþá smá spotti í sjálft fjallið.. við sáum alls ekki
neitt þegar við lögðum af stað