Þá er Snæfellsjökull búinn!
Við fórum úr bænum á fös. kvöldið og tjölduðum í brekkunni að fjallinu. Sváfum þar til kl. 8 á laugardagsmorgun, þá vöknuðum við og skiptum um sprungið dekk á bílnum :s og lögðum síðan af stað upp fjallið um kl. 9:30.
Við lögðum af stað í mikilli þoku og skýjum, sáum eiginlega ekkert hvert við værum að gana.. (vissum bara að fjallið væri ca í þessa átt.. hehe). En við komumst fjótt á jökulinn sjálfan, hann er mjög opinn núna, það er svo mikil bráðnun í gangi að það er nánast enginn snjór ofaná ísnum.
Við Haffi fórum strax í broddanna og allir í belti m. línu því að Gauti var ekki með neina brodda svo að ég vildi hafa hann í línu þannig að hann myndi þó allavega ekki renna alla leiðina niður... eða í sprungu..
Það var mjög flott að sjá gjörsamlega allar sprungurnar á jöklinum galopnar, og það var svo mikil bráðnun í gangi að það voru endalausir lækir niður ísinn. Sumstaðar mátti sjá fossa þar sem þessir lækir láku niður í sprungurnar, það var mjög flott.
Við komumst á toppinn eftir ca. 3-4 tíma labb. Við vorum á toppnum í dágóðan tíma, enda fengum við þokkalegt veður þegar við vorum komnir svona vel yfir skýin.
Niðurleiðin verður okkur ógleymanleg, þar sem við vorum næstum því nær Ólafsvík en bílnum þar sem við komum niður af jöklinum. Það var svo mikil þoka að við sáum vart hvorn annan á leiðinni niður. GPS tækið sem ég fékk lánað var batterýslaust þannig að það var lítið gagn í því. En við náðum nú í bílinn um kl. 17 þegar við vorum búnir að ganga í ca. 7 klst.
Þetta var bara nokkuð gaman, menn misjafnlega þreyttir eftir þetta ferðalag, Gauti fór svo beint í útilegu á Stykkishómi (danskir dagar), en við Haffi brunuðum síðan í bæinn og ætlum að kíkja eitthvað á kantinn í kvöld..

Myndir

Jökullinn var alveg opinn neðst, það var enginn snjór ofan á honum fyrir neðan miðjan jökul.
Flott útsýni er þarna síða sumars þegar allir hólarnir og tindarnir eru ekki snjóþaktir.
Hérna erum við við toppinn.. kletturinn sem er bakvið þennan langa mjóa er sjálfur tindurinn.
Eins og áður sagði, að þá er alveg magnað landslag á jökultoppum síðla sumars.
Haffi orðinn móður af allri göngunni og tyllir sér niður til að taka myndir.