Við fórum 4 ferðalangar af stað austur á föstudegi til að klífa Eyjafjallajökul. Við fengum að gista við Pétursey hjá vinkonu Haffa. Daginn eftir lögðum við hjá Seljalandslaug og gengum upp heiðina og uppá jökulinn.
Það var svona 2-3 tíma ganga uppað jöklinum og það var alveg frábært veður, algjört logn og heiðskýrt... Það var eiginlega of gott veður til að fara svona ferð.
Þegar viðnáðum uppá topp kom smá þoka yfir okkur, en hún var mjög fljót að fara aftur. við drifum okkur samt niður um leið og hún kom, en þegar hún var farin aftur að þá fórum við bara í sprungu sem við höfðum séð á leiðinni upp og fórum að síga og klifra í henni. Þarna var kveikjan af aðal ísklifursdellunni sem við erum komnir með í dag!

Myndir