Ég, Addi og Rakel (systir Lalla) fórum í ísklifursferð í Gígjökul á lagardaginn! Við fórum aðeins í bæinn á föstudagskvöldið, æltuðum að kíkja í pool og fá okkur kannski 1-2 öllara með.. en ósköpin enduðu á hörku djammi niðrí bæ til klukkan 6:30 og við að fara að klifra daginn eftir.

Á laugardeginum vaknaði ég kl. 11.40 og hringi í og vakti Adda og Rakeli og við lögðum af stað í okkar besta ásandi kl. 13, komum við á KFC og fengum okkur hressandi þ****umat og keyrðum austur.
Við komum að lóninu, lögðum bílnum og gengum að jöklinum, það tók svona 45 mín og leiðinlegir jökulruðningar þarna útum allt..
Við fundum strax fínan ísvegg sem við príluðum í í nokkra tíma, svo rétt náðum við í bílinn áður en það var orðið svartamyrkur. Ég er búinn að smella inn myndunum úr seinni ísklifurferðinni og var sú ferð MIKLU rosalegri en sú fyrri. Við fundum alvöru veggjabelti þarna og fór ég fyrst niður aðeins of klikkaðan vegg sem ég var ekki að fara að klífa í göngubroddum, þannig að við færðum okkur yfir í vegg sem var alveg lóðréttur (ekki sem hallaði á móti manni).
Við tryggðum okkur niður með 2 skrúfum og sigum niður vegginn og klifum síðan upp. Línan fékk að finna fyrir því nokkrum sinnum, því þetta var alveg lóðréttur veggur og glerharður ís og duttum við nokkrum sinnum.

Myndir

Þetta er mynd af Gígjökli frá vaðinu yfir í átt að Þórsmörk.
Gummi að klifra í sprungu.
Flott útsýnið frá Gígjökli ofan í sprungu.
Addi að pósa með axirnar hans Gumma.
Laugardags-TEAM-ið, frá vinstri: Addi, Rakel og Gummi.
Gauti að skoða vegginn áður en hann leggur í hann á sunnudeginum.
Gummi að klifra í veggnum.
Rakel að klifra á laugardeginum.