Tilraun til ísklifurs í Gígjökli 16. okt 2005
Ég, Addi og Halli bróðir lögðum af stað að Gígjökli á sunnudaginn, við fórum á BMW 318 fjallabílnum auðvitað, og við hefðum nú alveg mátt segja okkur það að þegar það rignir svo mikið á suðurlandi að heilu bæjarfélögin eru komin á flot að þá er svoldið mikið í ánum sem maður þarf að vaða yfir..

En allavega þá fórum við bara af stað og komum síðan á þórsmerkurveginn. Svo komum við að stærsta vaðinu fyrir Gígjökla-lónið og það lítur bara EKKI VEL ÚT! Við vorum kyrrir þarna fyrir framan það í dágóða stund að hugsa um hvort við ættum að fara yfir, okkur leist báðum frekar illa á þetta, þannig að við enduðum bara í smá gönguferð þarna um svæðið.

Fórum við í ágætis göngutúr þarna uppí Eyjafjöll, fórum uppá smá hól sem stendur þarna, og einnig skoðuðum við gjá sem ein á rennur í gegnum.

Myndir

BMW 318 river rafting edtion.
Hérna gengum við um, þið sjáið að áin fer inní klettinn þarna og út hinumegin.
Hérna stend ég við klettinn þar sem áin kemur út.
Rosa flott útsýni á þessum stað og fullt af myndefni.