Ég fór með Haffa, Rakeli og Rakeli í smá klifurferð á laguardaginn 22. okt. Við ætluðum að leggja af stað úr bænum um kl. 9, en það endaði þannig að við fórum um kl. 10:30... þið vitið hvernig þetta er..
Við keyrðum þarna framhjá Skógum og beygðum uppað Sólheimajökli og lögðum á bílastæðinu þar. Það er endalaus túrista-traffík þarna, það komu 3 rútur fullar af útlendingum þarna á meðan við vorum að gera okkur klár til að fara á jökulinn.

Við vorum bara þarna neðst í jöklinum og fundum svona "ágætis" veggi, einn sem ég og Haffi létum okkur vaða í, og svo einn fyrir stelpurnar. Báðir voru vel frosnir ísveggir og var þetta bara alveg mjög fín ferð.
Það voru teknar margar myndir af þessu, og set ég því auðvitað þónokkrar hérna inn!

Myndir

Haffi tryggir þegar Rakel sígur niður vegginn.
Rakel prílar upp með miklum látum.
Veggurinn sem við Haffi fórum upp tekið af botninum.
Hort eftir sprungunni sem við Haffi fórum í. Hún er mjög stutt, en er ágæt þarna þar sem hún er bröttust og hæst.
Rakel sígur niður vegginn sem þær spreyttu sig á.
Haffi að síga niður vegginn.
Haffi alveg búinn á því eftir klifrið.
Gummi að leggja í'ann.
Rakel í veggnum.
Hérna endar Sólheimajökullinn, það er bílastæði þarna rétt hjá, og það er ótrúlega mikil
túristatraffík hingað.
Hérna er horft í sprunguna sem við Haffi klifum í.
Rakel kominn upp vegginn.
Rakel og Gummi fyrir ofan sprunguna.
Rakel að síga niður.
Haffi með sinn einstaka fikterí-svip...
Rakel að komast upp.
Gummi undirbýr næstu ferð.
Gummi að komast uppá bakkann.
Rakel og Rakel finna útúr klifurbúnaðinum.
Gummi á botninum á sprungunni sem við fórum í.
Gummi að síga niður í sprunguna.