Við fórum 4 í ísklifurleiðangur á Gígjökli á sunnudaginn, Gummi St., Addi, Gauti og Halli. Fórum snemma úr bænum á nýja stóra fjallabílnum hans Gauta og vorum komnir uppað jökli dáldið fyrir hádegi.

Við byrjuðum á að allir fóru amk. eina ferð upp vegg, svo fórum við í smá göngutúr eftir matarpásu, og gengum aðeins ofar í jökulinn, við gengum þó bara á "dead end" því að við fórum beint í sig-ketil sem ekki var hægt að komast uppúr á auðveldan máta..

Við snérum því við og komum aftur niður að ísveggsbeltinu ognú færðum við okkur í erfiðari vegg þar sem var stórt barð neðst sem erfitt var að yfirstíga. Beita þurfti "8-þræðingu" til að komast upp það og gekk það mjög brösulega...

Eftir daginn vorum við orðnir alveg gjörsamlega búnir á því og fengum okkur hressingu og lögðum svo af stað í bæinn.
Ég hef verið gagnr. fyrir að setja of fáar myndir af ferðunum, þannig að ég setti bara hellling inn... enjoy:

Myndir

Addi að klifra í fyrsta veggnum.
Gauti í sama vegg.
Halli alveg að klára vegginn.
Halli á blátoppnum! að klára að komast upp bakkann.
Gengið í gegnum íshelli.
Halli við op íshellisins.
Hér erum við að leggja af stað í göngutúrinn.
Hér erum við að ganga á sprungusvæði.
Smá útsýnismynd.
Vígalegur kletturinn og jökullinn þar sem hann skríður fram.
Hér erum við að ganga til baka eftir að hafa ekki komst lengra.
Á leið til baka
Gauti sígur niður vegg.
Gauti orðinn þreyttur og kaldur.
Halli við hellismunan.
Svona lítur þetta nú út þegar maður horfir beint upp vegginn.. maður sér ekki alveg við
hverju maður á að búast.
Hér sést ísveggsbeltið útum hellismunan.
Gummi að "átta sig á veggnum".
Og kvikindið hafði það upp barðið.
og er alveg að komast upp eftir að hafa hangið í línunni smá stund til að hvíla sig.
 Addi að reyna að "átta sig á veggnum"
En svo datt hann...
Alveg GJÖRSAMLEGA BÚINN Á ÞVÍ... hehe
En hann náði nú að klöngrast upp eftir mikið detterí og rosaleg átök við helv. vegginn!
Hér erum við síðan búnir að taka saman og erum að leggja af stað heim.