Það hlaut að koma að því að menn kæmu frá útlöndum með okkur að klifra, en það gerðist einmitt í dag, en þeir Dabbi og Óðinn fengu loksins að koma með okkur í ísklifur!

Við vorum heldur seinir af stað úr bænum, en við vorum þó komnir að sólheimajökli fyrir hádegi. Náðum nokkrum ágætis ferðum, og þeir nýju fengu að spreyta sig á styttri vegg líka.< br /> Veðrið var mjög kaflaskipt, en það var t.d. þoka og snjókoma á leiðinni.. sumsstaðar sól, sumsstaðar haglél.. mikið veður. En á jöklinum sjálfum sluppum við ótrúlega vel, þegar við vorum að ganga uppá jökulinn var bara mjög bjart og kyrrt, svo þegar við vorum byrjaðir að klifra byrjaði að blása smá, en við vorum komnir niður í sig-gíg þarna og því í góðu skjóli.
Við lögðum síðan af stað aftur að bílnum í hávaða roki og éljagangi, en það var auðvitað bara til að krydda stemmninguna aðeins...

Myndir

Á leið að jökli.
Óðinn að setja á sig gaddanna.
Allir að græja sig.
Gengið upp jökulinn.
Addi byrjaður að klifra.
Dabbi að skoða svelg.
Gummi að koma fyrir akkeri.
Óðinn og Davíð.
Addi byrjar á að fara niður vegginn.
Óðinn að taka stærri vegginn.
Óðinn rúmlega hálfnaður með stóra.
Addi að klifra upp íshengju.
Nettur á því.
Gummi hangandi.
Hangir enn.
Eftir góðan dag.
Á leið í bíl.