Við fórum 3 félagar úr teyminu í Ísklifurferð í Múlafjall á sunnudaginn! Þetta er í fyrsta skipti sem við reynum fyrir okkur í leiðsluklifri.

Við Addi fórum á föstudagseftirmiðdegi í bíl- og göngutúr á ísklifursvæði Múlafjalls þar sem efsta myndin var tekin, þá sáum við að það voru nokkrar leiðir orðnar nógu frosnar til að hægt væri að klífa þær og ákváðum við að skella okkur þangað á sunnudaginn.

Við byrjuðum bara harkalega, fórum upp alveg helvíti langan vegg, þó hann hafi nú ekkert verið neitt tækniilega erfiður að þá var hann frekar langur sem fyrsti leiðsluveggur. Ég byrjaði að leiða og Addi kom síðan á eftir honum upp og tók út skrúfurnar sem ég setti inn, og gekk það víst eitthvað brösulega hjá honum, fyrst hann "gleymdi" einni... spurning hvort hann hafi bara óvart farið í gegnum tvistinn sem er notaður til að festa línuna við skrúfuna... ??

En þetta gekk upp hjá okkur og við komumst báðir upp, njótið myndanna vel, við módelin höfðum mikið fyrir því að láta taka svona flottar myndir af okkur.... ;p

Myndir

Gummi á föstudeginum, eftir að hafa kannað ísklifuraðstæður
Addi í Múlabrekkunni.
Hérna erum við nú bara á leiðinni upp fjallið og horfum út Hvalfjörðinn
Hérna erum við svo að koma að svæðinu þar sem við byrjðuðum að klifra á.
Svæðið aftur.
Hér erum við að græja okkur áður en lagt er í'ann!
Hér er kvikindið lagt af stað upp í sína fyrstu leiðslu, búinn að koma fyrir einni skrúfu og í góðu stuði!
Hérna er hann kominn upp um nokkra metra..
Svo er myndatökumaðurinn búinn að fá nóg af þessum eilífu höggum og ís-rigngingu og farinn að taka
landslagsmyndir..
Hér er ég kominn ofarlega í vegginn.
Það er frost loksins.
Jæja... hvar er valli?? eða reyndar Gummi.. ?, já alveg rétt, þarna er hann
Hérna er Gummi kominn upp ísvegginn.. en þá tók frekar djúp og brött snjóbrekka við.
Síðan kom Addi á eftir mér og plokkaði flestar skrúfurnar út .... ehemmmm
Addi á miðri leið.
Ca. fyrir miðjum vegg..
Að komast uppá brún.
Jæja... það er lítið að gerast hjá þessum klifurvitleysingum... best að taka fótamynd af sér til tilbreytingar.. :-D
Hér erum við hinsvegar komnir í aðra leið sem við ákváðum að prufa fyrst hún var á vegi okkar..
Addi að reyna að finna nógu þykkan ís fyrir ísskrúfu..