Jæja... það hlaut að koma að því að það yrði haldið framhaldsnámskeið í ísklifri, en það var haldið núna á laugardaginn í Múlafjalli. Við Addi skelltum okkur að sjálfsögðu, og vorum við settir í ákveðin hóp. Með okkur í hóp voru 2 nemendur, Viðar og Gísli, og síðan leiðbeinandinn sem heitir Jón Haukur.

Þetta var alveg þrusu-ferð, og vorum við meira í því að njóta staðar og stundar, heldur en að vera að smella mikið af myndum, en auðvitað er ekki hægt að fara í ferð án vélarinnar... og voru teknar frekar fáar myndir, en þær voru alveg svona þokkalegar í þetta skiptið...

Ég vill nota tækifærið og þakka þessum frábæru mönnum fyrir þrusufínan dag á Múlafjalli, leiðbeinandinn stóð sig mjög vel og lærðum við heilmargt af honum, fyrir utan það hve gaman var að klifra með honum.

Myndir

Hér erum við á leiðinni upp að klifursvæðunum.
Hér er Addi alveg að komast ... leiðin sem við fórum sést héðan nokkuð vel, þetta eru 3 spannir og misháar /
erfiðar..
Hér er Viðar alveg að klára fyrstu spönn.
Hér erum við byrjaðir að klífa, komnir í 2. spönn
Hér er Addi í 3. spönninni, þetta tók alveg ágætlega á og mjög skemmtileg leið.
Hér er Addi að komst upp 3. spönnina
Hér er Gísli að klifra 3. spönn
Gísli að komast upp... ég að gera mig reddý..
Hérna er ég svo kominn af stað í 3. spönn, hérna var ég að leiða mig í gegn, en ég klippti þó bara línunni
í skrúfur sem voru í kertinu, en í 1. spönninni leiddi ég og setti niður skrúfurnar.
Í miðri leið..
Hér erum við svo 2 á toppi 3. spannar... Ég og Jón Haukur