Við Addi fórum á Dry-tool mót HSSR í gær og var það alveg magnað, hrikalega gaman að fá að klifra í veggnum þarna sem er mjög skemmtilega upp settur og fullt af flottum leiðum.

Maður gat auvitað ekki neitað boði um að fá að prufa þennan vegg, og ákvað ég um leið og ég sá auglýsingu með þessu á www.isalp.is að ég væri að fara þangað. Á síðustu stundu fékk ég Adda með mér til tryggingar en náði auðvitað að fá hann til að prufa aðeins líka..

Það voru nokkrir mjög góðir klifrarar þarna, og var mjög gaman að fylgjast með þeim fara hinar og þessar leiðir... hvort sem þær voru hallandi eða láréttar... hehe

Og að sjálfsögðu tókum við nokkrar myndir sem við gátum ekki annað en birt vegna fjölda áskorana:

Myndir

Þarna er Gummi í fyrstu leiðinni, og auðvitað í bestu fáanlegum klifurskóm...
Mér sýnist þetta vera Ívar, í miðri leið 7 að ég held.
Og aftur Gummi í fyrstu leið.
Á miðri leið
Það voru þónokkuð margir að klifra þarna, og skemmtu sér allir mjög vel.
Öllum mögulegum ráðum beitt..
Hérna er Gummi að byrja í síðustu leiðinni, sem var nokkuð skemmtileg.. endaði samt með því að hamm lét sig detta, því hann var
alveg gjörsamlega búinn í höndunum...
Kominn ofar í þá leið.
Addi stóðst auðvitað ekki freistinguna þegar hann sá okkur alla hina klifra og varð að prufa sjálfur.
Þetta var alveg mögnuð leið sem nokkrir náðu að klára, en þá halda þeir áfram, hangandi í láréttu loftinu með eitt kerti til
að láta lappirnar hvíla á.
Just hangin' around...