Vegna þess að Ísfestivalinu 2006 var aflýst fór stór hópur ÍsAlp félaga í ísklifurferð í Eilífsdal á laugardaginn, yfir 20 fóru af stað frá Select kl. 7 um morguninn og var skipt í jeppana sem keyrðu inn allan Eilífsdalinn.

Hópurinn skiptist dáldið, og var mikill ís á svæðinu og margar leiðir færar, en þú ekki alveg allar. Það mynduðust nokkur teymi og vorum við Addi og Gísli saman í hóp. Ég var fyrir þeirri góðu reynslu að gleyma hjálminum mínum í bílnum á Select þannig að ég var hjálmlaus allan daginn, sem slapp sem betur fer bara nokkuð vel. Gísli var reyndar með hjálm, en var svo heppinn að missa hann niður allt fjallið á leiðinni upp, þannig að við vorum orðnir að "hjálmlausa" vitleysinga hópnum...

Við fórum upp leið sem heitir Einfarinn, en við fórum þó bara upp fyrsta íshaftið og síðan upp bratta snjóbrekku að næsta hafti þegar við síðan snerum bara niður..

Þetta tók allan daginn og var ég kominn heim um kl. 19 um kvöldið.< br/> Ég tók einhverjar myndir, en ekkert of mikið.. var aðallega að klifra..

Myndir

Lagt af stað upp fjallið.
Að komast uppað klifursvæðum.
Tjaldsúla
Tjaldsúlurnar
Tveir að elta upp Tjaldsúluna.
Nærmynd
Horft niður í dal.
Undir einfaranum
Gísli
Stansinn fyrir ofan fyrstu spönn í Einfaranum.
Í Einfaranum.
Tjaldsúla