Þessi helgi var ein sú veðurbesta í allan fo##)"! vetur og ætlaði ég mér ekki að láta hana framhjá mér fara! Það var byrjað að plana í miðri viku hvert fara skyldi og var Hvanndalshnjúkur fyrsta targetið... síðan minnkaði ég planið niður í Tindfjöll (Ými og Ýmu). Þangað stóð til að ég, Haffi og Pabbi færum. En á fös. kvöldið bakkaði Haffi út, og á laugardagsmorgunn bakkaði pabbi út.. en ég dó nú ekki ráðalaus og skellti mér bara einn á Syðstu súlu í skaðabætur..

Þetta var ágætis ganga, ég lagði bílnum í Svartagili, og lagði upp þaðan. Ég þurfti að sneiða framhjá gili sem varð á vegi mínum, komast upp klettabelti í jöðrum súlunnar sjálfrar og síðan á toppinn. Þetta er ganga sem krefst mannbrodda og ísaxar, allavega á þessum árstíma, en efst uppi var frosinn snjór og svoldið af ís.

Ég var ca. 4-5 tíma í herlegheitunum, enda stoppaði ég ekki mikið, enda fáir til að bíða eftir...

ég tók fullt af myndum, en örfáar af mér því ég var jú auðvitað bara einn..

Myndir

Hér lagði ég bílnum, fjallið í baksýn er Syðstasúla (1093m).
Pottþétt veður og geggjað færi.
Stórt gil sem ég þurfti að komast yfir...
Nesjavellir sjáanlegir gegnum gilið.
Ármannsfell í öllum sínum ljóma, séð úr brekkum súlunnar.
Farinn að hækka mig svoldið... Þingvallavatn blasir nú við manni.
Austur af Þingvallavatni.
Hér er ég síðan kominn frekar hátt upp og vel kalt eins og sést á klettunum.
Horft í átt að Þingvallavatni.
Hér sést í dalinn á milli súlnanna, glöggir taka eftir kofanum á botninum.
Klettar standa uppúr hryggnum.
Hér sést innað Þórisjökli, og vinstra megin við hann sést í Geitlandsjökul.
Horft niður hrygginn, í fjarska sést síðan í Skjaldbreið.
Fer að komast upp... bara smá eftir..
Jájá... þetta þokast..
Horft í suðvestur.
Alveg að komast upp, hér blasir OK-ið við, fyrir framan það er Fanntófell(dökki þríhyrningurinn f. framan það), síðan
Geitlandsjökull og Þórisjökull. Fyrir framan Þórisjökul eru síðan Litla- og Stóra Björnsfell.
Í síðustu metrunum..
Toppurinn blasir við.
Og loksins er maður kominn á toppinn... með ýmsa flotta tinda í baksýn. Hér væri gaman að fara í "brekku-ísklifur", og
klífa upp bröttu hlíðar tindanna...
Mynd af toppnum, efst uppi er þessi steinn.
Síðan er að halda niðurá við.