Maður verður nú að nýta alla helgina þegar svona viðrar, en eftir Botnssúlur ákvað ég ég smella mér í jeppa- ferð með Sjöfn, leyfa henni að sjá aðeins útfyrir malbikið... En við skelltum okkur með Gauta og Atla, vini hans í ferð uppá Langjökul. Við lögðum af stað um 10 leitið úr bænum og vorum komnir uppað jökli rétt fyrir kl. 13.

Það var algjört blankalogn, algjörlega heiðskýrt og rosalegt færi, svo ekki sé nefnt þetta geggjaða útsýni sem við fengum þarna uppi. Við keyrðum alveg uppá jökul, prufuðum að draga hvort annað á snjóbretti, og fundum loks íshellanna sem við höfðum séð flottar myndir af hjá 4x4.

Við fórum svo Borgarfjörðinn til baka og fengum okkur að borða í Borgarnesi, svo á leiðinni heim varð Atli fyrir því óláni að það sprakk hjá honum við Kjalarnes..

Myndir

Á leiðinni í Kaldadal.
Smá pása.
Rennifæri alla leið.
Komin uppá jökul, Geitlandsjökull hægra megin á mynd.
Íshellarnir
Innan frá sést Eiríksjökull.
Flott ..!
Svo voru líka önnur minni göng þarna.
Svo eru menn mis heppnir þarna... eða kannski bílar misgóðir...
Komnir niður af jöklinum.
Hér erum við á leiðinni út Borgarfjörðinn og Skessuhornið blasir við.