Við fórum 3 saman - Gummi, Addi og Óðinn og klifum Stíganda í Múlafjalli á laugardaginn. Þetta var fyrsta alvöru leiðslan hans Adda sem rústaði þessu auðvitað, enda vanur ísklifrari á ferð...

Fórum fyrst uppað Rísanda, en okkur leist ekki alveg nógu vel á aðstæðurnar þar fyrir fyrstu leiðslu. en það var fínt færi í Stíganda og viljum við nota tækifærið og þakka þeim sem var þarna sennilegast helgina áður fyrir þessar ágætu "fjölnota" V-þræðingar sem þeir settu upp...

Ég tók nokkrar myndir í ferðinni, en þær voru þó ekki margar vegna þess hve hratt við fórum yfir og vorum aðallega bara að njóta dagsins.

Myndir

Hérna erum við að koma að Rísanda.
Horft upp Rísanda, vildum ekki fara í þetta í fyrstu leiðslu, þannig að við ákváðum að kíkja á Stíganda.
Hér er Addi lagður af stað upp fyrsta hluta Stíganda.
Svo fór ég upp, og hér kemur Óðinn á eftir.
Addi leiðir upp leiðina, og gerði það mjög vel. Leiðin var sumstaðar mjög kertuð og erfið, en þó auðvitað vel geranleg.
Alveg að klára þetta haft.
Svo var auðvitað tekið smá nammistopp þegar við vorum komnir upp. Við fórum þó ekki alla leið upp vegna tíma, en
þetta var samt mjög gaman og þægilegt.
Hvílt sig eftir stutta, en fína klifurleið.
Svo var sigið niður. Þessi mynd er tekin mjög neðarlega í leiðínni, þið sjáið spannirnar vinstra megin, svo eru svona
smá pallar á milli..