Við Addi fórum í ísklifur á laugardaginn. Ætluðum fyrst að fara í múlafjallið að klífa jafnvel Stíganda aftur, en þegar við komum þangað voru 3 klifrarar á leiðinni niður, enginn annar en Haraldur Örn var þarna á ferð með 2 félögum, Ingvari sem við hittum í Eilífsdal þegar litla ísklifurfestivalið var haldið þar, ásamt einum öðrum sem við þekktum ekki.

Þeir sögðu okkur frá því að ísinn væri orðinn mjög tæpur þarna á svæðinu og að þeir ætluðu inní Glymsgil, og buðu okkur að elta þá ef við vildum. Við vorum meira en til í það, enda aldrei komið þangað.

Það er mjög flott þarna innfrá, stuttur gangur frá bílastæði að gilinu og aðstæðurnar þarna voru alveg svona þokkalegar í þeim fáu leiðum sem voru í aðstæðum.

Við þökkum þremeningunum kærlega fyrir að hafa sýnt okkur svæðið, og ef einhver veit nöfnin á þessum leiðum sem eru þarna mætti sá hinn sami endilega commenta hér fyrir neðan á það.

Myndir

Á leið að Glymsgili frá bílastæðinu.
Komnir inní gilið. það voru sæmilegar leiðir hægra megin, því sólin skín ekki þangað.
Þetta er leiðin sem við Addi fórum. Byrjuðum niður við ána, og fórum vinstra megin uppá brún.
Fórum í smá skoðunargöngutúr innar í gilið.
Mikið bráðið þarna, og það ringdi niður kertunum sólarmegin.
Á leið innar í gilið.
Þarna eru Ingvar og Haraldur.
fullt af leiðum þarna þegar aðstæður eru góðar. Við bíðum spenntir eftir næsta vetri!
Mjög flott þarna inni í gilinu, áin er flott svona í "semi"-vetraraðstæðum og hægt að komast yfir hana á nokkrum stöðum
yfir svona "ísbrýr".
Gummi að njóta útsýnisins á flottum stað.
Horft til baka útúr gilinu. Rosalega flott að sjá ána svona ísaða.
Hér fóru þeir félagar upp.
Hérna erum við komnir að okkar leið. Vinstra megin sjást þeir vera byrjaðir að klifra.
Hérna er Gummi að komast upp fyrsta haftið.
Kominn uppá "millipallinn".
Flottur ísfoss.