Við fórum 4 í Eilífsdalinn á laugardag. Gummi Stóri, Addi, Óðinn og Gauti. Fórum hinsvegar ekki alveg inní botn á dalnum heldur fórum við í lítið gil hægra megin í honum, þar sem við höfum verið að horfa svoldið á flottan foss sem er þar. Hann kom á óvart hve mikill hann var, en við börðum aðeins í hann, en þar sem við vorum svo margir og 2 óvanir að þá fórum við ekki hátt í leiðina.

Þessi foss verður tekinn næsta vetur alveg pottþétt því hann er mjög flottur!

Fengum allskonar veður yfir daginn, en þegar við lögðum af stað var glampandi sólskin og þvílíkur hiti að menn voru alveg að drepast, svo kom þessi líka rosalega "jólasnjókoma", svo kom algjör svartaþoka, þvínæst væg haglél, en svo létti nú aftur til.

Tókum nokkrar myndir, það mun líklegast bætast eitthvað við þar sem Gauti tók líka myndir.

Ég var nú búinn að lofa sjálfum mér að ég færi ekki í meira klifur fyrir íslandsmeistaramótið, en svona er lífið.. maður er alltaf að svíkja sjálfan sig.. hehe

Myndir

Á leið í Eilífsdalinn í geggjuðu veðri.
Hér er þetta litla gil sem við fórum í. Það sést meiraaðsegja aðeins glitta í leiðina.
Á leiðinni upp... glampandi sól með tilheyrandi svita.
Að kasta mæðinni, Óðinn sestur niður í smá pásu.
Hér erum við síðan komnir uppað fossinum.
Að græja okkur til atlögu.
Gauti að komast uppá 1. brún
Bakvið ísfossinn.
Óðinn að leggja í'ann.
Neibb.. hann er ekki að gera upp línuna heldur er hann að þakka almættinu... (ath. www.isalp.is)
Aðeins verið að leika sér að príla aftaní fossunum...
Addi og Óðinn að búa til V-þræðingu til að geta sigið niður..
Óðinn að síga niður.
Svo kom Addi fljótt á eftir.