Jæja, það kom loksins að því að við færum hópferð á einhvern tindinn, og voru það Hrútfellstindar sem urðu fyrir valinu. Þórhallur félagi minn hringdi í mig á fimmtudeginum og spurði mig hvort ég vildi koma með, og tók ég að sjálfsögðu Adda og Óðinn með.

Við fórum á föstudagskvöldinu austur í Skaftafell og gistum þar í tjöldum, eða lögðum okkur réttara sagt, því við gerðum okkur klár kl. 4 og byrjuðum að ganga rúmum klukkutíma síðar.

Við rætur Svínafellsjökul hittum við Ívar sem var farastjóri ferðarinnar, smelltum á okkur bakpokunum og lögðum af stað. Við gengum alla leið uppá Norðurtind, sem er hæstur (1852m), og þaðan fórum við síðan yfir Vesturtind (1756). Gangan upp og niður tók um 14 klukkustundur og voru allir orðnir frekar lúnir þegar við komum loksins aftur að bílunum.

Myndir

Áður en lagt var af stað. Á myndina vantar hana Gerði.
Nýlagðir af stað, og gengið er meðfram Skeiðarárjökli.
Ívar útskýrir hvernig menn eiga að lifa ferðina af.
Í brekkum Hafrafells.
Flott útsýni og gott veður þegar við lögðum af stað.
Addi og Óðinn komnir upp Hafrafellið.
Hér sést glitta í Hrútfellstinda bakvið klettinn.
Hér koma þeir síðan alveg í ljós, hæsti tindurinn er nr. 2 frá vinstri, en hann lítur út fyrir að vera lægstur á þessari mynd.
Hvannadalshnjúkur, vinstra megin við hann er Tindaborg, og hægra megin er Dyrhamar.
Svínafellsjökullinn fellur á milli Hrútfjallstinda og Hvannadalshnjúks.
Annað sjónarhorn.
Skaftárjökull, skemmtilegt hvernig línan sem myndast útaf klettinum þarna heldur sér niður allan jökulinn.
Farnir að nálgast Hrútfell.
Óðinn
Alveg að komast uppá topp, hér erum við staddir bakvið Vesturtind, og horfum í NA.
Á toppnum (Norðurtind).
Á leið niður af toppnum, Vesturtindur blasir þarna við fyrir neðan.
Svo ákváðum við strákarnir auðvitað að skella okkur á Vesturtind í leiðinni, og kom hann Eilífur með okkur.
Á leiðinni uppá Vesturtind.
Gummi að troða leiðina.
Tekið úr brekkunni á leiðinni á Vesturtind.
Óðinn og Addi á Vesturtindi, í baksýn er Norðurtindur (hæsti) og Hátindur (pýramíddinn þarna).
Óðinn alveg að meika'ða.
Sprunga á leiðinni niður af Vesturtind.
Á leið niður.
Að komast niður af jöklinum.
Svo blasti þessi skemmtilega staðsetti steinn við manni á leiðinni að bílnum.