Við fórum 5 saman á Snæfellsjökul á laugardaginn. Gummi Stóri, Óðinn, Lalli, Jón H. og Þórhallur, fengum alveg einstaklega gott veður, algjörlega heiðskýrt og mjög hlýtt og kyrrt.

Þrömmuðum bara upp fjallið á einum og hálfum tíma, fórum svo uppá topp í smá stund, fórum síðan að leika okkur í ísklettinum fyrir neðan (minni kletturinn). Það var mjög erfitt að klifra í þessu, því þetta var bara frosinn snjór, en ekki ís þannig að það var t.d. óhugsandi að leiða þetta heldur skelltum við bara upp "top-rope" og lékum okkur af því að klifra og síga niður í smá stund.

Þegar við vorum síðan komnir niður hafði snjórinn blotnað svo mikið að það var næstum ófært til baka vegna þungfærðar... en það hafðist nú auðvitað, enda á þrusubíl.

Myndir

Komnir uppá jökul.
Þetta er ekki löng leið, og getur maður verið ansi snöggur upp ef maður leggur á jökulhálsi.
Óðinn á leiðinni upp.
Jón og Þórhallur taka myndatökuhlé frá göngunni.
Myndastopp !
Lalli að komast upp og ánægður með ferðina.
Gummi stoppar við á leiðinni upp.
Svo erum við komnir upp, og bara Miðþúfa eftir. Núna snjó/ísilögð, en ekki bara móbergsklettur eins og í ágúst.
Lagt íann uppá topp. Ætluðum að fara ísklifurleið, en það var ekki séns að fara að leiða upp snjóinn, ekkert grip.
Á leið á toppinn... erum aðeins utaní snjó-blómkálinu enn.
Þórhallur kominn uppá topp, alveg í sjöunda himni yfir útsýninu og skemmtanagildi bröttu brekkunnar upp.
Þarna beygði ég frá, því það var ekki möguleiki að koma fyrir tryggingu þarna.
Komnir upp.
Svo fórum við að síga.
Þórhallur var víst neyddur í þetta...
Þetta er leiðin.
Svo þurftum við nú að fá að príla svoldið fyrst við vorum komnir upp með allan búnaðinn.
Óðinn klifrar.
Gummi að reyna að komast yfir efsta barðið... það var ekki sigrað þennan dag vegna þess hve laust var í snjónum.
Lalli var síðan næstur.
Gummi í miðjum vegg.
Mikil traffík þennan dag.
Á leið niður, komum við á þessum flotta hól.
Lalli og Óðinn á leið niður.
Eins og fuglahræða.
Neðri kletturinn þarna í miðjum jöklinum.
á leið niður af ósköpunum.
Óðinn á leið niður, staldrar við til að virða fyrir sér útsýninu enn einusinni... þetta var magnað!
Lalli missti broddanna og hlífðarbuxurnar úr bakpokanum vegna hlaupanna á leiðinni niður.