Við fórum góður hópur á Hlöðufell á uppstigingardag í frábæru veðri og góðu útsýni. Við keyrðum bara upp að Kaldadal og völdum okkur tind til að fara á. Heitustu valmöguleikarnir voru Geitlandsjökull, Stóra-Björnsfell eða Hlöðufell sem varð síðan að valinu.

Þetta var svona skriðubrölt uppá brún.. svo bara ganga að hæsta punkti. Veðrið lék mjög vel við okkur, við sáum allt frá Vestmannaeyjum að Snæfellsjökli og gott útsýni milli Lang- og Hofsjökuls.

Á leiðinni heim fórum við niður hjá Laugarvatni og var það ansi skrautleg ferð, en þá lentum við í ýmsu... blautum snjósköflum, festum okkur nokkrum sinnum ofl... en það var auðvitað rosalega gaman!

Ég vill þakka þessu frábæra fólki sem fór með okkur fyrir frábæra ferð í alla staði! Ég tók alveg helling af myndum þannig að það tók góða stund að fara yfir þetta og velja einhverjar út til að birta hér.

Myndir

Hér erum við að keyra eftir línuveginum, komin við hliðiná Skjaldbreiði og farin að sjá Hlöðufellið sæmilega.
Hér sést það vel... þessi mynd er tekin úr Norð-Austri frá fjallinu.
Menn að gera sig "reddý" fyrir gönguna.
Það komast engir smábílar hingað!
Byrjuð á uppgöngunni.
Farin að hækka aðeins.
Að komast uppað klettunum.
Efstu metrarnir voru brattir og stórgrýttir.
Hér er Óðinn kominn uppá smá tind við brún fjallsins
Hér erum við að ganga ofaná fjallinu að hæsta punktinum.
Komnir uppá topp!
Hópmynd á toppnum.
Óðinn og Addi.
Það voru meiraaðsegja tekin ballettspor að hætti Íslenska dansflokksins á toppnum!
Svo var bara að þramma niður.
Þórhallur ánægður með ferðina.
Klöngrast niður grjóthlíðina.
Þetta er krefjandi, en jafnframt skemmtilegt að þurfa að nota allan líkamann við niðurgönguna...
Í skriðunum.
Tekið efst í brekkunni, en þarna við hlíðar Skjaldbreiðs sést illa í Botnssúlur.
Hér erum við síðan komin aðeins frá fjallinu, og þarna sést leiðin sem við fórum upp.
Svo þurfti auðvitað að jeppast smá á leiðinni heim... og þurfti þá að draga litla jeppan af og til.
Hér hefði hann runnið niður alla snjólínuna án spottans.
Þennan veg kölluðum við Lækjargötu.
Einkennilegt berg rétt ofanvið Laugarvatn.