Smelltum okkur 3 í smá "ísbíltúr" á Hvítasunnudag, Gummi St., Addi og Lalli.

Ekkert að gera heima þannig að við ákváðum bara að rifja upp gamla tíma og fara í ísklifur í Sólheimajökli. Þetta var bara djöfulli gaman, komum við á Skógum og Seljalandsfossi, en fengum allir að fara 1 ferð hver upp gamla góða sólheimavegginn.

Gígurinn sem við höfum verið að heimsækja er búinn að breytast alveg helling síðan í fyrra og var ísinn mjög auðveldur núna, svona "hart frauð" ef svo má að orði komast..

Mikill ferðamannastraumur er að Sólheimajökli, við sjáum það þegar við erum þarna, en sorglegt hversu fáir fá í raun og veru að koma UPPÁ jökulinn.. það er það sem er gaman... ekki bara að berja kvikindið augum..!!!

Myndir

Að leggja íann uppað jökli.
Komnir uppá jökulinn... rosalega drullugur.. eins og eftir kjarnorkuárás.
Mjög gráleitt svæði... algjört eyði, enginn litur.
Það er ekki photoshop að kenna að allar myndirnar séu svart/hvítar... heldur var það bara litlausum jökli að kenna...
Ég get ekki neitað því að það er svoldil svona tölvuleikjaupplifun þarna... en hvað veit ég.. spila ekki tölvuleiki.
Að gera sig Reddý fyrir klifrið... Það góða við sumarklifur í jöklum er að maður þarf ekki alltaf að vera klæddur eins og pólfari.
hmm... áttuhnútur.. hvað var það aftur?
Lagður af stað upp drullusvaðið.
Efst... mjög auðvelt að klifra þarna núna... ísinn mjög mjúkur, en heldur manni samt þannig að maður gat gert allt sem
maður gerir ekki í leiðsluklifri í fossum !
Og svo er auðvitað sigið niður.
Hérna er Addi að klfra.
Og Lalli.